Minning um bróðir

  Júlli BróðirÞegar ég var lítill og ég svo sannarlega var átti ég alltaf eldri bræður til þess að passa upp á mig, bæði í skólanum og á götunni.  Júlli bróðir passaði alltaf upp á litla bróðir sinn og sá til þess að hann yrði harður og gæti séð um sjálfan sig.  Júlli var mikill stríðinispúki en ljúfur og góður í senn en hann setti alltaf aðra í fyrsta sæti fram yfir sjálfan sig.  Samband okkar Júlla var stlitrótt í gegnum tíðina en fíknin hans kom í veg fyrir samband okkar væri meira en það var þangað til hann dó.  Þegar ég minnist Júlla bróðirs koma mörg skemmtileg atvik upp í huga mér,  td. Þegar við fórum í útilegu inn í stofu með dýnur og nesti en ég var þá uþb. 7 ára og júlli 12 ára og töluðum um heima og geima, man alltaf eftir því að Júlli sagði að eina sem vantaði væri fallegur kvenmaður til að vera með okkur en ég skildi ekki þá hvað hann ætlaði að fara troða einhverri kerlingu í útileguna okkar.  Þegar ég var á táningsaldri þá var ég í hættu að leiðast á brautina hans Júlla en hann tók mig á tal mörgum sinnum þangað til að ég sá að þetta var ekki leiðin sem ég vildi fara.  Síðari ár áttum við Júlli margar góðar stundir en við gátum rætt góðar hugmyndir í hörgul Júlli var mjög frjór hugmyndasmiður en það var hans sterka hlið.  Júlli var mikið náttúrubarn og fannst fátt skemmtilegra en að fara með krakkana niður í fjöru eða á höfnina og veiða.  Júlli fór yfirleitt óhefðbundnar leiðir í hlutina og kom margt broslegt úr því en hann var hrakfallabáldur mikill en var á móti því grjótharður af sér.  Síðustu misserin sökkti Júlli sér í steinlist en hann hóf að búa til steinfígúrur oft fiska og blóm mestmegnis úr fjörugrjóti en hann var mjög vinnusamur listamaður og var oft og iðulega í gámnum sínum með slípirokkinn að slípa grjót en Júlli var svo gjafmildur að hann gaf iðulega meira heldur en hann seldi.  Síðasta ár var mjög stirt í sambandi okkar Júlla enda var mjög erftitt að horfa upp á hvernig hann fór með sjálfan sig og maður hataði fíkilinn í honum en elskaði persónu hans svo mikið.  Þrátt fyrir allt var hann stóri bróðir minn sama hversu mikið ég reyndi að halda fíklinum frá mér og nú er hann dáinn.  Ég veit að djúpt niðri skildi Júlli alveg hvað ég var að meina og ég veit að hann elskaði mig eins og bræður elska hvorn annan og ef Júlli hefði vitað hvað í vændum var hefði hann tekið utan um litla bróðir sinn og sagt við hann að hann elskaði hann. Skafti Elíasson
Stórholt 11
400 Ísafjörður

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elsku drengurinn minn fyrir þessa fallegu minningu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.9.2009 kl. 13:24

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mínar dýpstu samúðarkveðjur Skafti minn.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.9.2009 kl. 13:32

3 identicon

Ég sendi þér og fjölskyldu þinni mínar dýpstu samúðarkveðjur!

Steinunn Björk Jónatansd (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 14:57

4 identicon

Ég samhryggist ykkur öllum innilega.

Baldur smári ólafsson (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 15:53

5 identicon

Fallegar minningar, varðveittu þær vel :) knús elsku Skafti minn :*

Margret Elly. (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 15:55

6 Smámynd: Lilja Einarsdóttir

Sendi þér og þínum mínar innilegustu samúðarkveðjur.

Lilja Einarsdóttir, 30.9.2009 kl. 15:56

7 identicon

Fallega orðað hjá þér skafti minn ég sendi ykkur mína dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum.Kv Hugrún og co

Hugrún Jósepsdóttir (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 16:10

8 identicon

Falleg minning, samhryggist ykkur innilega Skafti og fjölskylda

Berghildur Árnadóttir (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 21:35

9 identicon

Já Skafti minn, við nánustu elskuðum hann Júlla okkar en langaði jafnframt stundum til að kála honum.  Ég passaði hann og skipti á bleijum á honum þegar hann var lítill, ljós og fagur. Man þegar hann hljóp fyrir bíl fyrir neðan Vinaminni og lærbrotnaði líklega 8 eða 9 ára, hann náði sér eiginlega aldrei almennilega í fætinum eftir það. Þá lá hann á gamla spítalanum í stofu með Didda dverg, grét af kvölum því gipsið var sett vitlaust á hann, skinnið litla. Allskonar aðrar minningar leita á mann, margar skemmtilegar og góðar. Allavega er genginn góður drengur og vonandi í faðm ömmu sinnar sem alltaf var honum skjól. Hún mamma mín sér um hann núna þegar enginn annar getur það. Saknaðar og sorgarkveðjur frá móðursystir.

Dóra frænka (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 22:09

10 identicon

Falleg orð Skafti og falleg minning. Samhryggist þér og þínum innilega. Megi minningin veita ykkur huggun og kærleikurinn styrk.

Bestu kveðjur

Halldóra

Halldóra Karlsd (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 23:34

11 identicon

Elsku Ásthildur, Elli, Ingi Þór, Bára, Skafti, börn og makar, sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur.

Dagný og Halldór

Dagný Þrastardóttir (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 00:04

12 Smámynd: Steingrímur Helgason

Falleg kveðja frá þér til bróa þíns, Skafti, sumt í lífinu ræður maður ekki við, hversu vel sem maður vill.

Samúðarkveður frá mér & minna til þíns & þinna.

Steingrímur Helgason, 1.10.2009 kl. 00:31

13 identicon

Fallega skrifað um fallegan dreng. Innilegar samúðarkveðjur.

Örn Árna (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 01:45

14 identicon

Votta þér og þínum samúð mína elsku Skafti. Knús til ykkar :*

Arna Ósk (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 10:53

15 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Elsku Skafti, við Ágústa sendum þér og þínum okkar innilegustu samúðarkveðjur.

Bjarni Líndal Gestsson, 1.10.2009 kl. 13:31

16 identicon

Elsku Skafti vá hvað þetta er falleg minningarorð um bróður þinn ég fékk gæsahúð þegar ég las þetta.Elsku skafti og fjölskylda megi góður guð umvefja ykkur með kærleika í þessum erfiðu tímum .kveðja Dagný ,Arnar og börn

Dagný (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 22:09

17 identicon

Elsku Skafti minn, yndisleg lesning.... fallegar minningar um fallegann mann. Knús á ykkur Tinnu mína

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skafti Elíasson

Höfundur

Skafti Elíasson
Skafti Elíasson
34 ára ísfirðingur
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • gaza carrtoons9
  • ...ons9_768375
  • gaza carrtoons9
  • skútumyndir 007
  • Expressions 10

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband