Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Atvinnumál vestfjarða

Ég er alltaf að hugsa um atvinnu mál okkar vestfirðinga en það er eitt í umræðunni sem hræðir mig svolítið eða réttara sagt hvað er ekki í umræðunni það er hvað á að gera í sambandi við þessa blessuðu skýrslu sem var gefin út fyrir skömmu.  Ég sem íbúi á svæðinu hef aðeins heyrt að hún kom út og síðan hef ég ekkert heyrt meir.  Við þurfum að vera mjög vakandi í þessari umræðu og ég held að það reyni ansi mikið á svæðismiðilinn okkar núna því hann þarf að hafa aðhald að þessu máli til þess að við séum algerlega með á nótunum hvað á að gera.  Við eigum að fá sem allra bestu og nýjustu upplýsingar um olíuhreinsistöðvar sem allra fyrst svo við getum hreinlega kosið hvort við viljum þetta í n.k alþingiskosningum sem hliðarkostningu.  Ég prívat og persónulega hef tröllatrú á þessu svæði því að hver sem býr yfir svona mikilli náttúruparadís með glás af afþreyingu þarf tæpast að hafa áhyggjur, en það eru þó nokkrir sem gera sér grein fyrir því hvað við eigum hér. Persónulega hef ég ekki geta gert upp hug minn varðandi afstöðu gagnvart svona olíuhreinsistöð, en ég hef jú ekki haft neinar haldbærar upplýsingar um það þó að ég gæti nú svo sem sótt mér þær.  

Funi

Ég er einn af þeim sem vil fá funa burt úr engidalnum og ég er á þeirri skoðun að við eigum að fara finna funa nýjan stað en þetta apparat þarna í þessum gullfallega dal er óþolandi,, ég veit að langflestir ísfirðingar eru hjartanlega sammála mér.  Ég hef verið að sýna erlendum vinum mínum hreina og fallega bæinn minn og þá þarf þessi ógeðslegi svarti kassi að spúa út bláu skýi yfir bæinn og manni fallast hreinlega hendur.  Þetta er ekki spurning um hvort heldur er þetta spurning um hvenær það sér hver heilvita maður. 


Flugvöllur í vatnsmýri og góðir kosningafundir

Nú er mikið talað um hvort flugvöllurinn eigi að vera í Vatsmýrinni eða ekki, ef fluvöllurinn verður í rvk eða nánasta umhverfi þá er mér nokk sama en ef á að flytja flugvöllinn einhverjar langar leiðir frá rvk þá held ég að það sé nokkurnveginn hægt að sleppa þessum blessaða fluvelli.  Ekki er innanlandsflugið betra nú heldur en það var hér fyrir þónokkrum árum en þá voru vegirnir en verri en þeir eru í dag allaveganna út frá okkur vestfirðingum og fólk hlýtur að hafa sóst meira í að fljúga áður fyrr þegar það tók 10 tíma að keyra frá Ísafirði til Reykjavíkur.

 

Sigmar Sigmar... Það er alveg frábært að fylgjast með honum í kosningafundunum en hann stendur sig þrusu vel, það á ekkert að leyfa stjórnmálamönnum að komast upp með að svara ekki spurningum, ég  persónulega þoli það ekki þegar pólítíkusar eru spurðir að einhverju og svarið er við einhverri alltannari spurningu, svo þegar þeir eru komin út í horn þá fara þeir fyrst að bulla... 


Margt gott en væri ekki ágætt að styrkja heilbrigðiskerfið

Maður spáir nú í því að þegar ekki er nægur peningur í td. heilbrigðiskerfinu  áhverju er þá verið að lækka skatta þar sem að full þörf er á þessum peningum ?

mbl.is Sjálfstæðisflokkur stefnir að frekari skattalækkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfélagið okkar

Maður hefur velt því fyrir sér hvernig samfélagi maður vill búa í en ég er á þeirri skoðun að menntun eigi að vera ókeypis að vissu marki þ.e Grunn og menntaskóli svo væri hægt að greiða eina starfsgreinamenntun á mann miðað við frammistöðu. 

Heilbrigðisþjónusta á að ganga jaft yfir alla og á ekki að kosta neitt. 

Leikskólar eiga að vera ókeypis í þeim tilfellum sem foreldrar eru að vinna, og á meðan fólksfjölgun er ekki vandamál í þjóðfélaginu okkar.

Þetta er svona helsta þjónustan sem ég tel að skipti mestu máli og við eigum að veita til þess að bæta líf okkar í heildina litið. 


Dugnaðarforkar

Já ég fór að hugsa um dugnaðarforka um daginn en það fékk mig til að hugsa að aðeins fyrir nokkrum árum þá fór "þessi" í taugarnar á mér af því að hann var svo grobbinn og "hinn" fór svo í taugarnar á mér fyrir að vera svona þrjóskur osfv..... Í dag er þetta allt breytt en í dag er ég svo þakklátur fyrir þetta grobbna, þrjóska, freka lið sem fór svona í taugarnar á mér fyrir nokkrum árum því að ég hef gefið því annað nafn í dag það er fólk sem er ánægt með sjálfan sig, einhart og ákveðið = dugnaðarforkar lífsins sem sagt.  Sem sagt flest sem fór í taugarnar á mér (og það var ekki fátt) hef ég lært að meta en ég hugsaði að ef að "frekjupakkið" sem ég þoldi ekki hefði ekki notið við í samfélagi okkar hvar værum við þá ?  Einnig hef ég lært að meta andstæðinga mína en mér þykir óendanlega vænt um þá en þeir gefa mér lífsgildi án þeirra hefði ég ekkert til þess að stefna að.

 

Ég er með tillögu núna, hvernig væri að við ísfirðingar færum meira að haga okkur eins og vinir okkar akureyringar "grobbnir og gráðugir" og færum að skapa okkur tækifæri sjálfir og hætta þessu væli.  Hehe núna verður kannski einhver pirraður að lesa þetta en þeir eru jú líka bara að bjarga sér en þetta er bara mín skoðun og ég ætla að gera allt sem ég get til þess að við náum sem bestum árangri.

 

Já það má segja að í dag sé ég ástfanginn af duglegu fólki sem er allt í kring um mig og ég veit það að með allt þetta duglega fólk í kring um mig þar á meðal sjálfs míns (sem ég elska ótrúlega mikið líka) get ég ekki annað en haft sigur úr býtum.  

 

Dæmi um duglegt fólk í kring um mig að mínu mati

Hafnarstjórinn okkar

Óðinn og Hinni á suður og flateyri

Þrírex strákarnir

Muggasonur

Mamma og Pabbi

Hamraborgarbræður

Elli hjá Veggistingu

Kiddí og Hafsteinn 

Dr. Þorleifur hjá rafisk eða hvað það heitir 

man ekki fleiri í augnablikinu en þeir eru töluvert fleiri en ég get gefið gaum svona í bili.

Nóg hjal í þetta skipti

 


Álver

Ég geri orð frænda míns Ásgeirs Sigurðssonar að mínum "Grasrót 1-0 Risafyrirtæki ég hef ekki fleiri orð um þetta. 

Til hamingju....Þið þarna hinu megin

Það er ánægjulegt að sjá að það sé verið opna fiskvinnslu núna og einnig að  kalkþörungaverksmiðjan sé að opna hja nágrönnum okkar sem eru þó svo óskaplega langt frá okkur mestan hluta ársins.    Ég er á þeirri skoðun að annaðhvort eigi að gera göng alla leið þe. Dýrafjörður-Arnafjörður og svo undir Dynjanda í einum rykk.  Við eigum að hætta þessari minnimáttarennd með þessa einu sönnu leið ráða okkur jarðgangalið og pota eftirfarandi göng.. Bolungarvík, Súðavík, undir Hrafnseyrarheiði og Dynjanda og svo kollafjarðargöng.  Þetta þurfum við og við þurfum það strax.  Mér hefur oft fundist að skrif fólks sem býr "fyrir vestan" að þau séu svolítið bitur úti okkur ísfirðinga ég neita þó að trúa því að svona sé hugsunarhátturinn því að við eigum hreinlega að vinna að þessu saman,  það hlýtur bara að hafa heyrst einhvað hærra í einhverjum neikvæðum pexurum að vestan en við höfum jú líka neikvæða pexara hér eins og allstaðar annarstaðar. Sannleikurinn er sá að það er mikil ást hér gagnvart nágrönnum okkar fyrir vestan og við skiljum alveg að það þurfi að koma beinn og breiður vegur fyrir þá suður eins og okkur.  Við hljótum þó að pæla mikið í því hvaða leið er fljótfærust fyrir okkur hérna megin, það er bara þannig að fólk trúir því ekki að það komi göng fyrr en eftir 20 ár undir Dynjanda eftir að göngum undir Hrafnseyrarheiði væri lokið, það er þessvegna sem fólk hér er að tala um göng undir kollafjarðarheiði. 

En eins og ég sagði til að byrja með til hamingju nágrannar okkar þarna hinu megin ! og 100% ást.


Um bloggið

Skafti Elíasson

Höfundur

Skafti Elíasson
Skafti Elíasson
34 ára ísfirðingur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • gaza carrtoons9
  • ...ons9_768375
  • gaza carrtoons9
  • skútumyndir 007
  • Expressions 10

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband