Hugarfarið og trúin flytja fjöll

Nú langar mig að tala aðeins um hugarfar.  Ég hef orðið var við að það er talað alveg ótrúlega mikið um það neikvæða sem gerist hér í bænum en ég oft velt því fyrir mér hvernig á þessu stendur en eina niðurstaðan sem ég kemst að er sú að við höldum að við fáum einhvað fyrir það að suða hvað allt hérna gengur illa sem dæmi um þetta má nefna að ef við tuðum nógu lengi um hvað vegirnir milli fjarða eru hættulegar þá fáum við göng og ef við nöldrum nógu lengi hvað atvinnumarkaðurinn er lélegur þá fáum við opinber störf á svæðið ef við suðum nógu lengi hvað fiskast lítið og að kvótinn sé allur farinn þá fáum við meiri kvóta.  Gæti það verið að það sé einhvað til í þessu ?.  Ég held að þetta sé einmitt ástæðan fyrir þessum neikvæðnistóni sem maður heyrir æ meir og þó að við fáum einhverjar kúlur út á röflið þá held ég að til lengri tíma litið komi það niður á okkur á neikvæðan hátt, neikvætt sækir á neikvæðan,,ekki satt ??.  Ég vil sjá hugarfarsbreytingu á þessu og það strax !.  Vestfirðingar eru duglegasta fólk sem ég veit um og ég er þess fullviss að við getum gert allt sem okkur lystir, ef við horfum útum gluggan þá leynast tækifærin allstaðar það er bara að finna þau, það er ekki hægt að klúðra þessu fallega svæði ef maður er bara jákvæður.  Ég veit að ef við bara látum hendur standa fram úr ermum þá verðum við í góðum málum í nánustu framtíð,  það þarf að koma alvöru aðgerða af okkar hálfu strax.  Þá meina ég,  hvað getum við gert sem að búum hérna til þess að bæta ástandið í bænum sem við búum í, hefur þú spurt sjálfan þig ?

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott innlegg Skafti minn og umhugsunarvert. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2007 kl. 08:16

2 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Að minnsta kosti ert þú og þínir dugmikið fólk, svo mikið er víst, gamli góði Skafti!

Hlynur Þór Magnússon, 27.3.2007 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skafti Elíasson

Höfundur

Skafti Elíasson
Skafti Elíasson
34 ára ísfirðingur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • gaza carrtoons9
  • ...ons9_768375
  • gaza carrtoons9
  • skútumyndir 007
  • Expressions 10

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband