Nú er komið að því

Já það má segja að nú sé stund athafna runnin upp, en við höfum beðið með opinn gogginn allt of lengi en vestfirðingar hafa reynt að hanga í hreiðrinu sínu og beðið eftir því að vera fóðraðir af herrum sínum í Reykjavík.  Staðreyndin er sú að margt fólk fyrir sunnan hugsar að við séum hreinlega ekki nógu mörg hérna til þess að það borgi sig að byggja upp vegi eða halda út einhverjum opinberum þjónustum.  Við þurfum að velja hvort við ætlum að búa hérna eða ekki og ég segi að ef við ætlum að búa hér þá þurfum við að gera einhvað strax.  Ég held að við þurfum að byrja á því að ákveða í hvaða verk okkar orka á að fara,  til þess að snúa þessari þróun við.  Mín skoðun er sú að við þurfum að setja okkur markmið að fjölga hér ferðamönnum, já og hvað þurfum við til þess; 

Nr. 1 Við þurfum að hætta að hugsa í hvað allt er ömurlegt og brosa :) 

Nr. 2 Almennilegt tjaldsvæði við sundlaug með góðri þjónustu þe. heitt vatn klósett rafmagn fyrir fellihýsi og húsvagna. (það er það fyrsta sem ég gái að þegar ég er að fara ferðast innanlands)

Nr. 3 Bærinn okkar þarf að vera snyrtilegur og þjónusta okkar þarf að vera aðgengileg og áberandi.

Nr. 4 við þurfum að hætta að bölsóttast út í náungann það eiga allir að geta unnið saman að því að stækka markaðinn okkar.

 Þetta er brot af því sem ég tel þarft að hafa í huga og gera til þess að ferðamannaiðnaðurinn blómstri hér.

Kláfur myndi gjörbreyta stöðu okkar svo um munaði á örskömmum tíma held ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kláfur er ekki vitlaus hugmynd, en hvað kostar dæmið? sirka 150millj., hvað þarf marka notedur per ár? til að það náist brake even?
það er að sjálfögðu ekki peningurinn sem kemur inn á kláfnum heldur líka önnur eyðsla sem ferðamenn mundu eyða í, s.s. aðra þjónust, jæja þá er ekkert annað en að leggjast í útreikning og hjóla í þetta ;)

Kveðja
Brói

Bjössi (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 11:46

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já sundlaug er líka alveg must, ég er alveg sammála því, Kláfurinn myndi örugglega skapa góðan grundvöll fyrir meiri ferðamennsku.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2007 kl. 12:03

3 identicon

Sæll Skafti

Doppelmayr er frá Austuríki og Leitner er frá Ítalíu

En ég mælli með að þú og Úlfur farið út til Innbruk á sýnguna InnterAlpen í Austuríki og sjá öll verkfærin þar!!!

Halli Tryggva í Hlíðafjalli (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 22:28

4 Smámynd: Skafti Elíasson

Kemurðu ekki með ?

Skafti Elíasson, 30.3.2007 kl. 23:23

5 Smámynd: Skafti Elíasson

Við tökum allt með í dæmið en fyrirtækið verður þess eðlis, Bjössi minn

Skafti Elíasson, 30.3.2007 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skafti Elíasson

Höfundur

Skafti Elíasson
Skafti Elíasson
34 ára ísfirðingur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • gaza carrtoons9
  • ...ons9_768375
  • gaza carrtoons9
  • skútumyndir 007
  • Expressions 10

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband