27.6.2007 | 02:54
Espanola
Við stórfjölskyldan erum ný komin úr ferð frá Costan den sol eins og Óðinn sonur minn kallar það. Ferðin var ágæt sem slík, öngvir stórárekstrar við tengdamömmu eða neitt slíkt, það var farið í vatnsrennibrautargarð, tívolí, Marokkó, dýragarð og síðan en ekki síst kláf. Flest var þetta gott og blessað fyrir utan verðin en ég held því fram að costa del sol sé svipað dýrt og að vera á Íslandi en spánverjarnir virðast vera færa sig upp á skaftið hvað varðar verðlagningu. Annað sem pirraði mig allra mest við þessa annars ágætu spánarferð var þjónustustigið á spáni en miðað við verðin sem maður er að greiða fyrir hluti þá eru verðin hreint fáránleg og spánverjar eru með formúlu til þess að mergsjúga allan pening sem þeir mögulega geta af manni. Allstaðar þar sem maður fer með börn bíða ljósmyndarar með eftirvæntingu í augum og smella mynd af manni með hele famelíen og einhverjum brúðudýrum, svo passa þeir sig á því að láta börnin og konuna sjá þetta svo maður þurfi endilega að kaupa af þeim. Ég og tengda pabbi fórum í kláf (eins gerð og ég og úlfur erum að spá í (www.eyrarklafur.com) en þegar við komum upp þá var þar eins konar spænsk útgáfa af Burger king sem henti í okkur örbylgjupizzu með plast bjórglösum en inn á veitingastaðnum var eitt borð við lítinn útsýnisglugga en úti fyrir voru nokkur borð með útsýni það var því miður ekki hægt að sitja við þau vegna skítafýlu frá einhverri hestasýningu úti sem eflaust hefði verið tekin mynd af fjölskyldunni með brúðuhest hefði maður verið með fjölskylduna með. Marokkó stóð langt upp úr í þessari ferð alveg ótrúleg ferð en þar kemur maður í allt annan heim. Göturnar eru sérlega þröngar fólkið er mjög vinarlegt og mér til mesta furðu þeir voru ekkert uppáþrengjandi sölumenn fyrr en við komum á einhvern teppabasar en þá vantaði bara að þeir reyndu að snúa okkur við og hrista okkur til þess að síðustu tíkallarnir dyttu úr vösunum ! en það var jú bara gaman þar sem þeir höfðu virkilega fyrir öllu og höfðu húmorinn á réttum stað
. Þar sem við vorum teymd um þessar mjóu götur í bullandi hita vorum við leidd inn í eitt svona hrörlegt hús eins og sést á myndinni en þegar við komum inn var það eins og að koma í höll. Dansarar og hljómsveit og þjónar á hverjum fingri en þar var á boðstólnum cous cous (held ég að það sé skrifað svona) kannski voru gus gus þarna einhverntíman, og stór kók í gleri sem ég hafði ekki séð í ár og aldir en stóra kókin í gleri var alveg jafn góð og þegar ég drakk hana síðast hér heima þegar ég var örugglega 15 ára. Spánverjarnir lokuðu alveg fyrir það að ég heimsæki spán aftur með því að ríða mér í þurrt rassgatið á flugvellinum á leiðinni heim en þar var mötuneyti sem rukkaði fólk um 500 krónum fyrir eina samloku svo ég nefni dæmi. Talandi um hvernig massaferðamannastraumur er búinn að sýna sínar verstu myndir, fólkið missir áhuga á að þjónusta mann, metnaðurinn hverfur, græðgin tekur öll völd og maður er bara einn af 60 milljón ferðamönnum sem að skiptir engu máli.
Um bloggið
Skafti Elíasson
Færsluflokkar
Tenglar
Allskonar
- Eyrarkláfur Fá hugmynd að veruleika
Tenglar
- Mr Bubba Godbright the one boybearsson
- Hálfdán B. Hálfdánarson
- Schmari von karlstadt Frændi og vinur
- Stubburinn minn
- Stóra stelpan mín
- Stóri strákurinn minn
- Konan mín
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- malacai
- babuska
- polli
- asthildurcesil
- vikari
- bjorgmundur
- bogi
- gattin
- eddaagn
- eyvi
- sveitaorar
- gunnarpetur
- gussi
- handsprengja
- maple123
- don
- johnnybravo
- jonatli
- prakkarinn
- photo
- lauola
- lindape
- olinathorv
- omarjonsson
- stebbifr
- lehamzdr
- tryggvienator
- vestfirdir
- villithor
- tolliagustar
- hugsun
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sú hætta er alltaf fyrir hendi. Annars hefur maður heyrt að allt hafi stórhækkað á Spáni eftir að þeir fengu Evruna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.6.2007 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.