Kostnaður þjóðfélagsins,,, höfuðborgin vs landsbyggðin

Ísafjörður Maður má nú spyrja sig hvernig kosntaður á íbúa skiptist niður á þegnum þjóðarinnar en ég hef alltaf haft þá tilfinningu að það sé talað um okkur landsbyggðarfólkið sem bagga á þjóðinni.  Ef maður heyrir þetta nógu lengi og frá nógu mörgum þá gæti maður farið að trúa þessu.  Þorpari.... borgari.... hefur einhver heyrt um góðþorpara ?. er samfélagið okkar að tala niður landsbyggðarfólk við erum jú þorparar og það er óheyrilegur kostnaður að halda úti vegum fyrir okkur á ári hverju verslanir á borð við Bónus greiðir jú niður verðið í formi flutnings fyrir þorparana á kostnað borgarana,  ríkið greiðir óhemju mikið af peningum sem sóað er í ónýtar eignir og fyrirtæki úti á landi...kannast einhver þorpari að hafa heyrt svona í kring um sig ?  Mér datt í hug þegar ég sá frétt í sjónvarpinu um kostnað vegna umferðarslysa en þeim fer jú ört fjölgandi ekki síst á höfuðborgarsvæðinu en kostnaður vegna slysa einvörðungu á höfuðborgarsvæðinu er um 12miljarðar króna, hver greiðir niður hvað þar. Reykjavik Þetta er kannski bara dæmi sem þarf að reikna til fulls.  Ég á svo bágt með að trúa að þar sem við erum svona duglegt og vinnufúst fólk, að við getum verið baggi á þjóðfélaginu.  Ég vil sjá þetta dæmi reiknað út í þaula þar sem allt er tekið inn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek algjörlega undir þetta með þér Skafti.  Ég vil sjá það reiknað út hversu mikill baggi við erum á þjóðfélaginu.  Og þá vil ég láta reikna dæmið til baka í a.m.k. 30 ár, og sjá hverjir byggðu upp höfuðborgina. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.7.2007 kl. 13:03

2 Smámynd: Skafti Elíasson

þá er bara að byrja að reikna

Skafti Elíasson, 18.7.2007 kl. 18:43

3 identicon

heyr heyr

Guðbjartur (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 19:11

4 identicon

Það er alltaf gaman að reikna.  Við þurfum líka að taka inn í dæmið eftirfarandi breytur:

  • Vegna umferðaóhappa, hvernig ríkið fjármagnar vegagerð (innan við 50% fer  í höfuðborgina
  • Kvóti, hver fékk hann upphaflega?  Innan við 50% upphaflega á höfuðborgarsvæði
Ég held að þetta gæti orðið frábært reiknidæmi.  

Hjallti (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 12:01

5 Smámynd: Skafti Elíasson

Já Hjalti ! er Höfuðborgin með meira en 50% af vegakerfinu ? ef út í það er farið hvað er rvk með stóran hluta vegakerfisins.  Útgerð... hefur alltaf verið lifibrauð landsbyggðarinnar og kvóta úthlutað samkvæmt því.  Ég er handviss að ef td. við á Vestfjörðum myndum lýsa yfir sjálfstæðu ríki myndi það koma vel út fyrir okkur.

Skafti Elíasson, 25.7.2007 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skafti Elíasson

Höfundur

Skafti Elíasson
Skafti Elíasson
34 ára ísfirðingur
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • gaza carrtoons9
  • ...ons9_768375
  • gaza carrtoons9
  • skútumyndir 007
  • Expressions 10

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband