Breytum draum að veruleika.

top

  Af;  http://www.eyrarklafur.com10. ágúst 2007.
Nú þegar formlegri stofnun félagsins um byggingu kapalferju á Eyrarfjall er lokið, er hægt að hefjast handa við frekari undirbúning.
Hafin eru ferli við könnun á leyfum hjá opinberum stofnunum, sem um málið þurfa að fjalla, ásamt því sem unnið er að því að fá tvær sjálfvirkar veðurstöðvar til uppsetningar á Gleiðarhjalla og efstu brún fjallsins fyrir veturinn.
Doppelmayer kapalferjufyrirtækið í Austurríki, sem er tæknilegur ráðgjafi okkar krefst þess að fyrir liggi a.m.k. eins árs veðurfarsmælingar á svæðinu.

Nú er hlutafjársöfnun hafin.
Um tvens konar hlutafjársöfnun er að ræða.

Annars vegar er inngreitt hlutafé, sem notað er við undirbúningsverkefni og er því mikið áhættufé á meðan ekki er vitað hvort af verkefninu verður.
Þetta hlutafé er selt á genginu 0,5
Þeir sem áhuga hafa geta snúið sér beint til Sparisjóðs Vestfirðinga á Ísafirði, sem sér um móttöku fjárins.
Hafa þarf nafn og kennitölu kaupanda hlutafjárinsog greiða inná reikning Eyrarkláfs ehf.
Kt 580707-1490-1128-05-401177.

Hinsvegar er um hlutafé að ræða sem lagt verður inn á bundna bók í vörslu sparisjóðsins, sem ekki kemur til útborgunar fyrr en ákveðið verður að hefjast handa við framkvæmdina. Féð ber vexti á þeim tíma sem það er bundið í bókinni, samkv. Ákvörðun stjórnarinnar. Ef ekki verður að framkvæmdum verður þetta hlutafé endurgreitt með vöxtum.
Þetta hlutafé er selt fyrst um sinn á genginu 1,0
Kennitölur fyrir þennan reikning eru:
580707-1490-1128-15-200098.

Hluthafaskrá er uppfærð með fárra daga millibili hér á heimasíðu fyrirtækisins.

Nú ríður á að áhugamenn um byggingu þessa mikla mannvirkis leggist á árarnar og komi fleyinu á skrið.
Hver króna er mikilvæg og hver sá sem sýnir verkinu áhuga verður mikilvægur bakhjarl.

Hefjum nú Ísafjörð saman upp á efstu brúnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm ég set inn 20 þúsund kall og skora á aðra að vera ekki minni í sniðum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.8.2007 kl. 19:19

2 identicon

Sá svona í Austurríki. Jamm

Hildur (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 17:15

3 identicon

Kem til Ísafjarðar að prófa kláfinn strax og hann er kominn i gagnið !  Hef farið í ótal svona kláfa í Mið-Evrópu í gegnum árin - þetta er frábær hugmynd og svona kláfar mættu koma víðar hérlendis, t.d. á Esju okkar höfuðborgarsvæðisbúa.

Guðrún Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skafti Elíasson

Höfundur

Skafti Elíasson
Skafti Elíasson
34 ára ísfirðingur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • gaza carrtoons9
  • ...ons9_768375
  • gaza carrtoons9
  • skútumyndir 007
  • Expressions 10

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband