Dugnaðarforkar

Já ég fór að hugsa um dugnaðarforka um daginn en það fékk mig til að hugsa að aðeins fyrir nokkrum árum þá fór "þessi" í taugarnar á mér af því að hann var svo grobbinn og "hinn" fór svo í taugarnar á mér fyrir að vera svona þrjóskur osfv..... Í dag er þetta allt breytt en í dag er ég svo þakklátur fyrir þetta grobbna, þrjóska, freka lið sem fór svona í taugarnar á mér fyrir nokkrum árum því að ég hef gefið því annað nafn í dag það er fólk sem er ánægt með sjálfan sig, einhart og ákveðið = dugnaðarforkar lífsins sem sagt.  Sem sagt flest sem fór í taugarnar á mér (og það var ekki fátt) hef ég lært að meta en ég hugsaði að ef að "frekjupakkið" sem ég þoldi ekki hefði ekki notið við í samfélagi okkar hvar værum við þá ?  Einnig hef ég lært að meta andstæðinga mína en mér þykir óendanlega vænt um þá en þeir gefa mér lífsgildi án þeirra hefði ég ekkert til þess að stefna að.

 

Ég er með tillögu núna, hvernig væri að við ísfirðingar færum meira að haga okkur eins og vinir okkar akureyringar "grobbnir og gráðugir" og færum að skapa okkur tækifæri sjálfir og hætta þessu væli.  Hehe núna verður kannski einhver pirraður að lesa þetta en þeir eru jú líka bara að bjarga sér en þetta er bara mín skoðun og ég ætla að gera allt sem ég get til þess að við náum sem bestum árangri.

 

Já það má segja að í dag sé ég ástfanginn af duglegu fólki sem er allt í kring um mig og ég veit það að með allt þetta duglega fólk í kring um mig þar á meðal sjálfs míns (sem ég elska ótrúlega mikið líka) get ég ekki annað en haft sigur úr býtum.  

 

Dæmi um duglegt fólk í kring um mig að mínu mati

Hafnarstjórinn okkar

Óðinn og Hinni á suður og flateyri

Þrírex strákarnir

Muggasonur

Mamma og Pabbi

Hamraborgarbræður

Elli hjá Veggistingu

Kiddí og Hafsteinn 

Dr. Þorleifur hjá rafisk eða hvað það heitir 

man ekki fleiri í augnablikinu en þeir eru töluvert fleiri en ég get gefið gaum svona í bili.

Nóg hjal í þetta skipti

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er nú aldeilis ekki ónýtt að vera í þessum góða hópi.  Hins vegar vona ég að við höfum ekki farið mjög í taugarnar á þér elskulegur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2007 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skafti Elíasson

Höfundur

Skafti Elíasson
Skafti Elíasson
34 ára ísfirðingur
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • gaza carrtoons9
  • ...ons9_768375
  • gaza carrtoons9
  • skútumyndir 007
  • Expressions 10

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 1181

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband