Atvinnumál vestfjarða

Ég er alltaf að hugsa um atvinnu mál okkar vestfirðinga en það er eitt í umræðunni sem hræðir mig svolítið eða réttara sagt hvað er ekki í umræðunni það er hvað á að gera í sambandi við þessa blessuðu skýrslu sem var gefin út fyrir skömmu.  Ég sem íbúi á svæðinu hef aðeins heyrt að hún kom út og síðan hef ég ekkert heyrt meir.  Við þurfum að vera mjög vakandi í þessari umræðu og ég held að það reyni ansi mikið á svæðismiðilinn okkar núna því hann þarf að hafa aðhald að þessu máli til þess að við séum algerlega með á nótunum hvað á að gera.  Við eigum að fá sem allra bestu og nýjustu upplýsingar um olíuhreinsistöðvar sem allra fyrst svo við getum hreinlega kosið hvort við viljum þetta í n.k alþingiskosningum sem hliðarkostningu.  Ég prívat og persónulega hef tröllatrú á þessu svæði því að hver sem býr yfir svona mikilli náttúruparadís með glás af afþreyingu þarf tæpast að hafa áhyggjur, en það eru þó nokkrir sem gera sér grein fyrir því hvað við eigum hér. Persónulega hef ég ekki geta gert upp hug minn varðandi afstöðu gagnvart svona olíuhreinsistöð, en ég hef jú ekki haft neinar haldbærar upplýsingar um það þó að ég gæti nú svo sem sótt mér þær.  

Funi

Ég er einn af þeim sem vil fá funa burt úr engidalnum og ég er á þeirri skoðun að við eigum að fara finna funa nýjan stað en þetta apparat þarna í þessum gullfallega dal er óþolandi,, ég veit að langflestir ísfirðingar eru hjartanlega sammála mér.  Ég hef verið að sýna erlendum vinum mínum hreina og fallega bæinn minn og þá þarf þessi ógeðslegi svarti kassi að spúa út bláu skýi yfir bæinn og manni fallast hreinlega hendur.  Þetta er ekki spurning um hvort heldur er þetta spurning um hvenær það sér hver heilvita maður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mjög gott innlegg Skafti minn.  Og alveg hárrétt hjá þér, þessari skýrslu þarf að fylgja eftir með öllum þeim þunga sem við eigum til. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.4.2007 kl. 09:25

2 Smámynd: Vestfirðir

Fer ekki að koma tími á annann borgarafund og ræða þessa skýrslu og hvað við viljum gera í framhaldinu? Hin bæjarfélögin gætu svo haldið fundi líka, kjósa fulltrúa í okkar eigin íbúaráð. Þýðir lítið ef hver er að pukra í sínu horni :)

Vestfirðir, 25.4.2007 kl. 09:41

3 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Gaman að vita af þér. Verulega langt síðan síðast. Til hamingju með flotta fjölskyldu.

Kv.

Örvar

Örvar Már Marteinsson, 1.5.2007 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skafti Elíasson

Höfundur

Skafti Elíasson
Skafti Elíasson
34 ára ísfirðingur
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • gaza carrtoons9
  • ...ons9_768375
  • gaza carrtoons9
  • skútumyndir 007
  • Expressions 10

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 1182

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband