Rúmeníu ??

Hvað hefur þessi frétt með það að gera hvaðan þessir glæpamenn koma ??.  Ég sé þetta þannig að ef glæpirnir hafa beint með þjóðerni þrjótanna að gera þá sé réttlætanlegt að tiltaka þjóðernið, svo ég nefni dæmi þá væri það eðlilegt að taka fram að pólskar glæpaklíkur væru að takast á við tælenskar en það hefur td. beint með það að gera hvaðan þetta fólk er.  Svona fréttaflutningur gerir ekkert annað en að auka kynþáttahatur og fordóma gagnvart útlendingu hér á íslandi.  Ég held að fjölmiðlar ættu að gera sér skýrar starfsreglur hvað þetta varðar.


mbl.is Í vikulangt gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ófreskjur í öllum hornum

Það er ljóst að við verðum öll að vera á varðbergi gagnvart ófreskjum eins og þessum.  Það er mjög brýnt að tala um þessa hluti við börnin okkar, hvað er í lagi og hvað er ekki í lagi.  Þessir sjúku einstaklingar sem framkvæma svona glæpi eiga enga samúð hjá mér þó þetta sé geðveiki.  Ég vil meina að fórnarlömb þeirra eiga að njóta vafans.  Ef sannast svona þá á að loka inni og henda lyklinum.  Þið höfum ekkert að gera með svona fólk í samfélaginu.


mbl.is Haldið inni vegna almannahagsmuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besta mál

Þetta er hið besta mál að krafla skuli nú stækka.  En mín skoðun er sú að við íslendingar eigum að stefna órtauðir á notkun vetnis og rafmagns knúinna véla.  þ.e bílum og skipum.  Ríkið þarf að taka af skarið og byggja upp net vetnis og rafmagns afgreiðslustöðva og hjálpa landsmönnum að skipta út olíuknúnum ökutækjum.  Hvað er með allt þetta ál hér... er ekki hægt að nota þetta til þess að framleiða álbíla hér á íslandi notar svoleiðis fabrikka ekki nóg rafmagn líka.  Maður getur varla ímyndað sér hvaða áhrif það myndi hafa á viðskiptajöfnuð íslendinga ef við þyrftum ekki að kaupa okkur olíu, svo ég tali nú ekki um bíla.
mbl.is Vilja stækka Kröfluvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært

Ég fæ alltaf gæsahúð þegar ég horfti á þetta.  Paul Potts er frábær


Fallegt lag

Ég heyrði þetta í teiknimynd sem guttinn okkar horfir stundum á en svakalega flott lag þó að ég skilji ekki hvaða myndband þetta er þarna við.  Ég hafði mikið fyrir því að finna þetta lag... athugið maður fær ekki viðlagið á heilann !


Vanrækt íþrótt

Það hefur ekki farið mikið fyrir íshokkí á íslandi undanfarin ár. Ég fór á eitt hokkímót á Akueyri um daginn því sonur minn er að æfa þessa íþrótt og ég hafði mikið gaman að, ég held að þessi íþrótt henti íslendingum vel en það eru miklir garpar sem leika íshokkí. Ég vil sjá uppbyggingu skautasvells á ísafirði og hef trú á því að það geti verið hægt ef nægur vilji er til staðar.
mbl.is Úrslitin í íshokkíinu hefjast í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fastnegling krónunar

Ein vinkona mín benti mér á það að það væri ráð að festa krónuna við td. Evruna, við þurfum ekki að tala um að taka upp Evruna núna enda held ég að við séum ekkert a leiðinni í evrópusambandið strax tala nú ekki um þessar mundir.  Það er aldrei gott að fara í Evrópusambandið nauðþurftarástæðum heldur að bíða þess að við verðum tilbúin.  En eins og ég segi krónuna á að festa við Evruna til þess að atvinnurekendum hér á landi verði gefið rekstraröryggi.

 


mbl.is Segir hækkun bera vott um ákveðna taugaveiklun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ímynd vestfjarða

Maður getur ekki annað en velt fyrir sér hvort vestfirðingum er betur borgið með að kvarta og kveina við yfirvöld yfir ýmsustu hlutum eins og td. Slæma vegi og minnkandi þorsk kvóta, fækkandi atvinnutækifærum.  Eftir að hafa spáð í þetta þá er ég á þeirri skoðun að það sem yfirvöld eiga að vera með á hreinu eru vegirnir heilbrigðisþjónustan og að hafa almennilega menntastofnanir hjá okkur en allt annað er undir okkur komið.  Ég tel að allt kvabb í okkur vestfirðingum utan þess ofangreinda erum við að skaða okkur sjálf.  Ef við tölum niður svæðið erum við að fæla frá okkur fólk sem langar etv að flytja hingað vestur, við verðum að leggja áherslu á þá hluti sem gera þetta svæði frábært og tíunda þær ástæður sem við höfum fyrir því að búa hér sjálf.  Ísland hefur ekki farið varhluta af því að vera með lélega ímynd en fjármálageiri íslendinga hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum að hluta til vegna þess að við höfum kynnt okkur illa, þetta á líka við okkur vestfirðinga en mér er spurn, hverjum langar að flytja á stað sem það eina sem heyrist frá er snjóflóð skriðuföll uppsagnir atvinnuleysi afþreyingarleysi ??  Já ég held að það þurfi að koma upp ímyndarnefnd en þar er tekið á þesum kynningarvandamálum sem við stöndum frammi fyrir.  Vestfirðingar eiga setja sér upp fastmótaða stefnu um í hvaða röð við viljum haga vegakerfi okkar hvar göng eiga að koma, hvaða þjónustu við ætlum að bjóða uppá og hvernig við ætlum að byggja þetta svæði en ekki hlaupa eins og hundar eftir beini á eftir öllu sem býðst, það þýðir ekki að búa til störf hér ef enginn vill búa hér.  Málið er einfaldlega það að hér á ísafirði er frábært að búa því hér er skemmtilegt menningarlíf, fallegt umhverfi, þægilegur andi yfir svæðinu svo ekki sé sleppt að hér býr frábært fólk. 

Ótrúlegur árangur

Ég verð að segja að mér finnst þetta ótrúlergur árangur hjá skákmönnum okkar en það eru lagði hvernir skákmeistararnir á fætur öðrum á þessu móti.  Maður verður stoltari af því að vera íslendingur í hvert skipti sem maður heyrir fréttir af þessu móti.  Áfram strákar...

 


mbl.is Bragi vann heimsmeistarann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skothelt vesti

Hvað var fíflið að gera í skotheldu vesti ??  Ég held að þetta séu leikrænir tilburðir til þess að klekkja á japönsku veiðimönnunum, þó ég skilji að vissu leyti að það eru örugglega margir sem langar til að skjóta hann LoL .  það væri kannski hægt að henda honum útbyrðis þar sem Háhyrningur er að leika sér þá gæti hann leikið við hvalinn.
mbl.is Varð Paul Watson fyrir skoti?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skafti Elíasson

Höfundur

Skafti Elíasson
Skafti Elíasson
34 ára ísfirðingur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • gaza carrtoons9
  • ...ons9_768375
  • gaza carrtoons9
  • skútumyndir 007
  • Expressions 10

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband