Til hamingju....Þið þarna hinu megin

Það er ánægjulegt að sjá að það sé verið opna fiskvinnslu núna og einnig að  kalkþörungaverksmiðjan sé að opna hja nágrönnum okkar sem eru þó svo óskaplega langt frá okkur mestan hluta ársins.    Ég er á þeirri skoðun að annaðhvort eigi að gera göng alla leið þe. Dýrafjörður-Arnafjörður og svo undir Dynjanda í einum rykk.  Við eigum að hætta þessari minnimáttarennd með þessa einu sönnu leið ráða okkur jarðgangalið og pota eftirfarandi göng.. Bolungarvík, Súðavík, undir Hrafnseyrarheiði og Dynjanda og svo kollafjarðargöng.  Þetta þurfum við og við þurfum það strax.  Mér hefur oft fundist að skrif fólks sem býr "fyrir vestan" að þau séu svolítið bitur úti okkur ísfirðinga ég neita þó að trúa því að svona sé hugsunarhátturinn því að við eigum hreinlega að vinna að þessu saman,  það hlýtur bara að hafa heyrst einhvað hærra í einhverjum neikvæðum pexurum að vestan en við höfum jú líka neikvæða pexara hér eins og allstaðar annarstaðar. Sannleikurinn er sá að það er mikil ást hér gagnvart nágrönnum okkar fyrir vestan og við skiljum alveg að það þurfi að koma beinn og breiður vegur fyrir þá suður eins og okkur.  Við hljótum þó að pæla mikið í því hvaða leið er fljótfærust fyrir okkur hérna megin, það er bara þannig að fólk trúir því ekki að það komi göng fyrr en eftir 20 ár undir Dynjanda eftir að göngum undir Hrafnseyrarheiði væri lokið, það er þessvegna sem fólk hér er að tala um göng undir kollafjarðarheiði. 

En eins og ég sagði til að byrja með til hamingju nágrannar okkar þarna hinu megin ! og 100% ást.


Nú er komið að því

Já það má segja að nú sé stund athafna runnin upp, en við höfum beðið með opinn gogginn allt of lengi en vestfirðingar hafa reynt að hanga í hreiðrinu sínu og beðið eftir því að vera fóðraðir af herrum sínum í Reykjavík.  Staðreyndin er sú að margt fólk fyrir sunnan hugsar að við séum hreinlega ekki nógu mörg hérna til þess að það borgi sig að byggja upp vegi eða halda út einhverjum opinberum þjónustum.  Við þurfum að velja hvort við ætlum að búa hérna eða ekki og ég segi að ef við ætlum að búa hér þá þurfum við að gera einhvað strax.  Ég held að við þurfum að byrja á því að ákveða í hvaða verk okkar orka á að fara,  til þess að snúa þessari þróun við.  Mín skoðun er sú að við þurfum að setja okkur markmið að fjölga hér ferðamönnum, já og hvað þurfum við til þess; 

Nr. 1 Við þurfum að hætta að hugsa í hvað allt er ömurlegt og brosa :) 

Nr. 2 Almennilegt tjaldsvæði við sundlaug með góðri þjónustu þe. heitt vatn klósett rafmagn fyrir fellihýsi og húsvagna. (það er það fyrsta sem ég gái að þegar ég er að fara ferðast innanlands)

Nr. 3 Bærinn okkar þarf að vera snyrtilegur og þjónusta okkar þarf að vera aðgengileg og áberandi.

Nr. 4 við þurfum að hætta að bölsóttast út í náungann það eiga allir að geta unnið saman að því að stækka markaðinn okkar.

 Þetta er brot af því sem ég tel þarft að hafa í huga og gera til þess að ferðamannaiðnaðurinn blómstri hér.

Kláfur myndi gjörbreyta stöðu okkar svo um munaði á örskömmum tíma held ég.


Svaðalegir molar

 Ég lýsi eftir einhverjum sem getur sagt mér hvaða töffarar þetta eru.

molar


Harry

fatmanLangaði að setja mynd af vini mínu Harry slim en hann býr í usa

Kók með Zero kúlnessness

guð minn almáttugur hvað Zero herferð Coka cola er hallærisleg,  ég fæ alveg kjánahroll í hvert skipti sem ég heyri hana í útvarpinu.  Þetta er skrítið því að ég hef heyrt að slæm umræða sé betri en engin umræða en.... mig langar bara ekkert að smakka kók zíró.  Hvað ætli menn eiginlega farnir að setja útí þessa gosdrykki ?? því að fólk virðist vera gjörsamlega háð þessu.  Allaveganna er ég  viss um að þeir eru farnir að setja einhvað helvítis eitur í staðinn fyrir sykurinn.  Alveg eins og með sígaretturnar svo að þær verði en meira vanabindandi en áður. Já eftir þessaaugýsingaherferð þá er allur vafi á því farinn að kók sé lúðadrykkur.

 


Kláfurinn okkar

Já Nú höfum við Úlfur komist að því hvernig kláfurinn verður settur upp í megindráttum... En ég mun bráðlega lista það upp hér þó að ég sé þess viss að það eigi ekki eftir að fara fram hjá neinum þegar við byrjum á þessu.  Þannig að ég ætla að sitja á mér við að blaðra því útúr mér eins og er.

Kláfur á Ísafjörð

Já nú erum við félagarnir Úlfur Úlfars í hamraborg að bisast við að koma kláfmálinu..ekki klámmálinu :) í gagnið en við höfum nú fengið tilboð í kláf frá Doppemeier en það ku vera Ítalskt fyrirtæki að ég held.  Við höfum líka gert litla rekstraráætlun fyrir apparatið en við höfum rætt við ýmsa aðila sem gætu komið að svona verkefni og fengið mjög góð viðbrögð.  Nú er það að bara að finna leið til að gecabinra þetta.

Hugarfarið og trúin flytja fjöll

Nú langar mig að tala aðeins um hugarfar.  Ég hef orðið var við að það er talað alveg ótrúlega mikið um það neikvæða sem gerist hér í bænum en ég oft velt því fyrir mér hvernig á þessu stendur en eina niðurstaðan sem ég kemst að er sú að við höldum að við fáum einhvað fyrir það að suða hvað allt hérna gengur illa sem dæmi um þetta má nefna að ef við tuðum nógu lengi um hvað vegirnir milli fjarða eru hættulegar þá fáum við göng og ef við nöldrum nógu lengi hvað atvinnumarkaðurinn er lélegur þá fáum við opinber störf á svæðið ef við suðum nógu lengi hvað fiskast lítið og að kvótinn sé allur farinn þá fáum við meiri kvóta.  Gæti það verið að það sé einhvað til í þessu ?.  Ég held að þetta sé einmitt ástæðan fyrir þessum neikvæðnistóni sem maður heyrir æ meir og þó að við fáum einhverjar kúlur út á röflið þá held ég að til lengri tíma litið komi það niður á okkur á neikvæðan hátt, neikvætt sækir á neikvæðan,,ekki satt ??.  Ég vil sjá hugarfarsbreytingu á þessu og það strax !.  Vestfirðingar eru duglegasta fólk sem ég veit um og ég er þess fullviss að við getum gert allt sem okkur lystir, ef við horfum útum gluggan þá leynast tækifærin allstaðar það er bara að finna þau, það er ekki hægt að klúðra þessu fallega svæði ef maður er bara jákvæður.  Ég veit að ef við bara látum hendur standa fram úr ermum þá verðum við í góðum málum í nánustu framtíð,  það þarf að koma alvöru aðgerða af okkar hálfu strax.  Þá meina ég,  hvað getum við gert sem að búum hérna til þess að bæta ástandið í bænum sem við búum í, hefur þú spurt sjálfan þig ?

« Fyrri síða

Um bloggið

Skafti Elíasson

Höfundur

Skafti Elíasson
Skafti Elíasson
34 ára ísfirðingur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • gaza carrtoons9
  • ...ons9_768375
  • gaza carrtoons9
  • skútumyndir 007
  • Expressions 10

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband