Úr hófi keyrð og drepleiðinleg TF-Sif

Sif  Það er alveg með ólíkindum hvað fjölmiðlar nenna að röfla um þessa þyrlu, það mætti halda að það hafi aldrei hrapað þyrla í veröldinni áður, ég ætlaði ekki að trúa því að annan daginn í röð var þetta fysta frétt og hún var ca. 7 mínútur og hefði verið lengur ef þeir hefðu náð tali af forstjóra landhelgisgæslunar.  Ég tala nú ekki um ef landhelgisgæslunni hefði verið leyft að tjá sig um málið.  Ahh nú skil ég það hefur örugglega verið gert svo að fréttastofurnar myndu ekki drekkja fólkinu í landinu með leiðinlegum og gjörsamlega úr hófi keyrðan fréttaflutning um brotlendingu Sifjar...

Kostnaður þjóðfélagsins,,, höfuðborgin vs landsbyggðin

Ísafjörður Maður má nú spyrja sig hvernig kosntaður á íbúa skiptist niður á þegnum þjóðarinnar en ég hef alltaf haft þá tilfinningu að það sé talað um okkur landsbyggðarfólkið sem bagga á þjóðinni.  Ef maður heyrir þetta nógu lengi og frá nógu mörgum þá gæti maður farið að trúa þessu.  Þorpari.... borgari.... hefur einhver heyrt um góðþorpara ?. er samfélagið okkar að tala niður landsbyggðarfólk við erum jú þorparar og það er óheyrilegur kostnaður að halda úti vegum fyrir okkur á ári hverju verslanir á borð við Bónus greiðir jú niður verðið í formi flutnings fyrir þorparana á kostnað borgarana,  ríkið greiðir óhemju mikið af peningum sem sóað er í ónýtar eignir og fyrirtæki úti á landi...kannast einhver þorpari að hafa heyrt svona í kring um sig ?  Mér datt í hug þegar ég sá frétt í sjónvarpinu um kostnað vegna umferðarslysa en þeim fer jú ört fjölgandi ekki síst á höfuðborgarsvæðinu en kostnaður vegna slysa einvörðungu á höfuðborgarsvæðinu er um 12miljarðar króna, hver greiðir niður hvað þar. Reykjavik Þetta er kannski bara dæmi sem þarf að reikna til fulls.  Ég á svo bágt með að trúa að þar sem við erum svona duglegt og vinnufúst fólk, að við getum verið baggi á þjóðfélaginu.  Ég vil sjá þetta dæmi reiknað út í þaula þar sem allt er tekið inn.

Lítið blogg

Ég verð latur að blogga á næstunni því það er svo mikið að hugsa og gera í sumar að maður orkar varla að pára nokkrar línur...  Annars fór ég í fjallgöngu með Daníeli syni mínum, fósturpabba hans Daníels honum Jónasi, syni Jónas hann Grímur og svo stóri Grímur sem er bróðir Jónasar... vá þetta hljómaði eins og Njála ! en það var rosalega gaman hjá okkur en Daníel var eins og eldibrandur upp fjallshlíðina og pabbinn fékk tækifæri að minnka aðeins bumbuna sína.

kveð í bili 


Rök í órökum

Hérna kemur ein lítil þraut sem er ansi skrítin.  Þegar kennari segir við nemendur sína á föstudegi að í næstu viku ætli hann að koma þeim á óvart með prófi einhvern daginn í næstu viku er hann að segja einhvað sem er hægt eða ekki..?  (Ekki reyna að snúa útúr og segja að hann gæti ekki komið þeim á óvart því að þau viti að það komi próf í vikunni því þetta er bara styttri tími en í raun því í raun vitum við að það kemur skyndipróf þegar við stundum námið)189716063_e9b0fd9b53_o

Segjum að prófið sé ekki á mánudegi og ekki á þriðjudegi og ekki á miðvikudegi og ekki á fimmtudegi þá hlýtur það að vera á föstudegi og kæmi því engum á óvart.,, ekki satt, þá er fimmdudagurinn orðinn að síðasta degi vikunnar til þess að halda skyndipróf vegna þess að föstudagurinn er strikaður út ekki satt ? og ef fimmtudagurinn er orðinn síðasti dagurinn þá getur það ekki verið á þeim degi því að það kæmi þá engum á óvart er það nokkuð ? þá getum við bara strikað fimmtudaginn út og haft miðvikudaginn sem síðasta daginn til þess að koma á óvart.  Nú því að miðvikudagurinn er orðinn síðasti dagurinn til þess að koma öllum á óvart þá getum við bara strikað hann út og haft þriðjudaginn sem síðasta dag, en þá verðum við að strika hann út líka og hafa mánudaginn sem síðasta daginn og já viti menn þar sem mánudagurinn er síðasti dagurinn getum við strikað hann út líka... og svarið er því nei.  Kennarinn getur ekki komið bekknum  sínum á óvart með skyndiprófi í næstu viku.


Þetta er æðislegt

það er svo æðislegt þegar málum lýkur svona því þetta hefði getað farið svo illa. Núna líður mér vel Smile


mbl.is „Þetta er kraftaverk"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Espanola

Við stórfjölskyldan erum ný komin úr ferð frá Costan den sol eins og Óðinn sonur minn kallar það.  Ferðin var ágæt sem slík, öngvir stórárekstrar við tengdamömmu eða neitt slíkt, það var farið í vatnsrennibrautargarð, tívolí, Marokkó, dýragarð og síðan en ekki síst kláf.  Flest var þetta gott og blessað fyrir utan verðin en ég held því fram að costa del sol sé svipað dýrt og að vera á Íslandi en spánverjarnir virðast vera færa sig upp á skaftið hvað varðar verðlagningu.  Annað sem pirraði mig allra mest við þessa annars ágætu spánarferð var þjónustustigið á spáni en miðað við verðin sem maður er að greiða fyrir hluti þá eru verðin hreint fáránleg og spánverjar eru með formúlu til þess að mergsjúga allan pening sem þeir mögulega geta af manni.  Allstaðar þar sem maður fer með börn bíða ljósmyndarar með eftirvæntingu í augum og smella mynd af manni með hele famelíen og einhverjum brúðudýrum, svo passa þeir sig á því að láta börnin og konuna sjá þetta svo maður þurfi endilega að kaupa af þeim.  Ég og tengda pabbi fórum í kláf (eins gerð og ég og úlfur erum að spá í (www.eyrarklafur.com)  en þegar við komum upp þá var þar eins konar spænsk útgáfa af Burger king sem henti í okkur örbylgjupizzu með plast bjórglösum en inn á veitingastaðnum var eitt borð við lítinn útsýnisglugga en úti fyrir voru nokkur borð með útsýni það var því miður ekki hægt að sitja við þau vegna skítafýlu frá einhverri hestasýningu úti sem eflaust hefði verið tekin mynd af fjölskyldunni með brúðuhest hefði maður verið með fjölskylduna með.  Marokkó stóð langt upp úr í þessari ferð alveg ótrúleg ferð en þar kemur maður í allt annan heim.  Göturnar eru sérlega þröngar fólkið er mjög vinarlegt og mér til mesta furðu þeir voru ekkert uppáþrengjandi sölumenn fyrr en við komum á einhvern teppabasar en þá vantaði bara að þeir reyndu að snúa okkur við og hrista okkur til þess að síðustu tíkallarnir dyttu úr vösunum ! en það var jú bara gaman þar sem þeir höfðu virkilega fyrir öllu og höfðu húmorinn á réttum stað Þröngar götur .  Þar sem við vorum teymd um þessar mjóu götur í bullandi hita vorum við leidd inn í eitt svona hrörlegt hús eins og sést á myndinni en þegar við komum inn var það eins og að koma í höll.  Dansarar og hljómsveit og þjónar á hverjum fingri en þar var á boðstólnum cous cous (held ég að það sé skrifað svona) kannski voru gus gus þarna einhverntíman, og stór kók í gleri sem ég hafði ekki séð í ár og aldir en stóra kókin í gleri var alveg jafn góð og þegar ég drakk hana síðast hér heima þegar ég var örugglega 15 ára.  Spánverjarnir lokuðu alveg fyrir það að ég heimsæki spán aftur með því að ríða mér í þurrt rassgatið á flugvellinum á leiðinni heim en þar var mötuneyti sem rukkaði fólk um 500 krónum fyrir eina samloku svo ég nefni dæmi.  Talandi um hvernig massaferðamannastraumur er búinn að sýna sínar verstu myndir, fólkið missir áhuga á að þjónusta mann, metnaðurinn hverfur, græðgin tekur öll völd og maður er bara einn af 60 milljón ferðamönnum sem að skiptir engu máli.

The great nation of USA

usaÉg var að lesa blogg um daginn þar sem hygldi Bandaríkjamönnum í Íraksstríðinu og talaði um að hryðjuverkamenn bæru líka ábyrð á drápum saklausra borgara.  Gott og vel það er rétt en það réttlætir ekki að heil þjóð bombarteri aðra eins og þeir gera.  Ég ætla ekki að dissa bandaríkja menn neitt sérstaklega því að ég er ekkert reiður eða í nöp við þá heldur langar mig að benda á nokkra hluti sem ég tel að þeir séu ekki minntir nógu oft á. Engin þjóð hefur varpað kjarnorkusprengjum á ekki eina heldur tvær borgir. Í Afganistan og í Íraq nota þeir geislavirkar kúlur í skriðdrekum sínum sem menga jörðina um óákveðinn tíma og þó menn drepist ekki úr sprengingunni sjálfri þá deyja þeir úr geislun seinna.  Þeir nota klasasprengjur sem springa ekki alveg heldur falla til ótal ósprungar sprengjur sem liggja í jarðveginu þangað til næsta ?barn? kemur.  Í stríði við kókaín plöntur hafa þeir dreift eitri yfir Hirosimakókaínplöntur þó svo að það drepi og örkumli menn í nágrannalandi og börn fæðist það vansköpuð og ég held án þess að biðjast afsökunar.  Neita að hætta að nota Napalm sem eru viðbjóðslegar Boy victim of napalmeldmassasprengjur sem örkumlar fólk á hryllilegan máta.  Þeir menga mest af öllum þjóðum heimsins og neita að skrifa upp á bókun til þess að stuðla að mengunarvörnum. Sterofol plastrusl Hvergi í heiminum á sér stað þvílík yfirgengileg sóun.  Svona gæti ég haldi áfram hvernig bandaríkjamenn hafa stutt við einræðisherra sem myrt hafa milljónir manna td. Suharto... þeir hafa notað veto ! semsagt neitað td í Úganda þar sem þjóðarmorð átti sér stað um aðstoð.  Engin þjóð hefur notað eins oft neitunarvald sitt í sameinuðu þjóðunum eins og bna menn.  Þjóðverjar kunna þó að skamma sín fyrir Heimstyrjaldirnar.

En svona er þetta bara.


http://www.myrarbolti.com/

Þetta segir allt sem segja þarf !  Svo er bara skella sér á Ísafjörð. Smella á myndPétur magg
mbl.is Mýrarboltamót á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipt um ham fiskveiða

 

Korall_NRK_NordlandNú er nokkuð ljóst að fiskveiðistjórnun okkar er ekki að skila þvi sem það átti og fiskstofnar hér við land eru enþá að smækka.  Það sem kemur mer á óvart í umræðunni eða öllu heldur það sem ekki er í umræðunni er veiðafæraval okkar það er jú væntanlega vegna eðli málssins.  Ég sé hlutina svona; stórir kvótaeigendur eru umráðamenn stórra togara sem hafa stór veiðarfæri, stór veiðafæri eyðileggja sjávarbotnin, kóralrif ofl. lítil vistvæn veiði er stunduð af smærri aðilum sem er góð fyrir sjávarbotninn.  Stóru aðilarnir hafa kraft og bolmagn til þess að letja stjórnmálamenn og umræðu um ákveðnar óþægilegar staðreyndir um botnvörpuveiðar (skemmdir á hafsbotni)  og væntanlega afkomu og velferð fiskistofnana.  Útkoman er þessi " við skiljum ekki að fiskveiðikerfið er ekki að virka??"  Þetta er mál sem ég held að þurfi að taka miklu meira inn í umræðuna ég held að við þurfum hreinlega að athuga hvort hreinlega verði að banna botnvörpu yfir höfuð og stunda einungis vistvænar og sjáflbærar fiskveiðar.  En kannski er ég bara svona vitlaus.


Góð spurning

Já þetta er akkúrat það sem þarf, hrein og skýr umræða og svo afstaða um hvernig við eigum að nýta fiskveiðiauðlindina.  Einnig ef ekki á að nota hana í byggðarstefnu þá þarf hreinlega að stokka upp of finna einhvað annað.
mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skafti Elíasson

Höfundur

Skafti Elíasson
Skafti Elíasson
34 ára ísfirðingur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • gaza carrtoons9
  • ...ons9_768375
  • gaza carrtoons9
  • skútumyndir 007
  • Expressions 10

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband