Rök í órökum

Hérna kemur ein lítil þraut sem er ansi skrítin.  Þegar kennari segir við nemendur sína á föstudegi að í næstu viku ætli hann að koma þeim á óvart með prófi einhvern daginn í næstu viku er hann að segja einhvað sem er hægt eða ekki..?  (Ekki reyna að snúa útúr og segja að hann gæti ekki komið þeim á óvart því að þau viti að það komi próf í vikunni því þetta er bara styttri tími en í raun því í raun vitum við að það kemur skyndipróf þegar við stundum námið)189716063_e9b0fd9b53_o

Segjum að prófið sé ekki á mánudegi og ekki á þriðjudegi og ekki á miðvikudegi og ekki á fimmtudegi þá hlýtur það að vera á föstudegi og kæmi því engum á óvart.,, ekki satt, þá er fimmdudagurinn orðinn að síðasta degi vikunnar til þess að halda skyndipróf vegna þess að föstudagurinn er strikaður út ekki satt ? og ef fimmtudagurinn er orðinn síðasti dagurinn þá getur það ekki verið á þeim degi því að það kæmi þá engum á óvart er það nokkuð ? þá getum við bara strikað fimmtudaginn út og haft miðvikudaginn sem síðasta daginn til þess að koma á óvart.  Nú því að miðvikudagurinn er orðinn síðasti dagurinn til þess að koma öllum á óvart þá getum við bara strikað hann út og haft þriðjudaginn sem síðasta dag, en þá verðum við að strika hann út líka og hafa mánudaginn sem síðasta daginn og já viti menn þar sem mánudagurinn er síðasti dagurinn getum við strikað hann út líka... og svarið er því nei.  Kennarinn getur ekki komið bekknum  sínum á óvart með skyndiprófi í næstu viku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já þú segir nokku.

Edda Agnarsdóttir, 2.7.2007 kl. 11:50

2 Smámynd: Björgmundur Örn Guðmundsson

Lausnin á gátunni er sú að prófið er í næstu viku en það kemur á óvart hvaða dag. Rétt eins og við vitum að við komum til með að drepast einn daginn, það mun koma okkur á óvart þá en það á samt ekki að koma okkur á óvart að við komum til með að drepast, ekki satt.

Þannig að í raun er hægt að koma á óvart með eitthvað sem ekki hefur sama upphafstíma og lokatíma og tilgreint tímabil.

En þessi spurning þín á samt skilt við spurninguna: Ef ekkert er til, er þá ekkert ekki til?

Kveðja

Björgmundur Örn Guðmundsson, 3.7.2007 kl. 12:36

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

That's what I call spoiling the surprise. Annars er þetta surprise hálfgert antiklimax hvernig sem á það er litið. Í grundvallaratriðum þá er ekki hægt að koma fólki á óvart með einhverju sem það veit hvað er. Dööh.

Laufey Ólafsdóttir, 14.7.2007 kl. 04:20

4 Smámynd: Skafti Elíasson

Ja við vitum öll að við deyjum en samt kemur á óvart þegar einhver er bráðkvaddur svo ég nefni dæmi.

Skafti Elíasson, 15.7.2007 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skafti Elíasson

Höfundur

Skafti Elíasson
Skafti Elíasson
34 ára ísfirðingur
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • gaza carrtoons9
  • ...ons9_768375
  • gaza carrtoons9
  • skútumyndir 007
  • Expressions 10

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 1225

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband