Færsluflokkur: Bloggar

Kók með Zero kúlnessness

guð minn almáttugur hvað Zero herferð Coka cola er hallærisleg,  ég fæ alveg kjánahroll í hvert skipti sem ég heyri hana í útvarpinu.  Þetta er skrítið því að ég hef heyrt að slæm umræða sé betri en engin umræða en.... mig langar bara ekkert að smakka kók zíró.  Hvað ætli menn eiginlega farnir að setja útí þessa gosdrykki ?? því að fólk virðist vera gjörsamlega háð þessu.  Allaveganna er ég  viss um að þeir eru farnir að setja einhvað helvítis eitur í staðinn fyrir sykurinn.  Alveg eins og með sígaretturnar svo að þær verði en meira vanabindandi en áður. Já eftir þessaaugýsingaherferð þá er allur vafi á því farinn að kók sé lúðadrykkur.

 


Kláfurinn okkar

Já Nú höfum við Úlfur komist að því hvernig kláfurinn verður settur upp í megindráttum... En ég mun bráðlega lista það upp hér þó að ég sé þess viss að það eigi ekki eftir að fara fram hjá neinum þegar við byrjum á þessu.  Þannig að ég ætla að sitja á mér við að blaðra því útúr mér eins og er.

Kláfur á Ísafjörð

Já nú erum við félagarnir Úlfur Úlfars í hamraborg að bisast við að koma kláfmálinu..ekki klámmálinu :) í gagnið en við höfum nú fengið tilboð í kláf frá Doppemeier en það ku vera Ítalskt fyrirtæki að ég held.  Við höfum líka gert litla rekstraráætlun fyrir apparatið en við höfum rætt við ýmsa aðila sem gætu komið að svona verkefni og fengið mjög góð viðbrögð.  Nú er það að bara að finna leið til að gecabinra þetta.

Hugarfarið og trúin flytja fjöll

Nú langar mig að tala aðeins um hugarfar.  Ég hef orðið var við að það er talað alveg ótrúlega mikið um það neikvæða sem gerist hér í bænum en ég oft velt því fyrir mér hvernig á þessu stendur en eina niðurstaðan sem ég kemst að er sú að við höldum að við fáum einhvað fyrir það að suða hvað allt hérna gengur illa sem dæmi um þetta má nefna að ef við tuðum nógu lengi um hvað vegirnir milli fjarða eru hættulegar þá fáum við göng og ef við nöldrum nógu lengi hvað atvinnumarkaðurinn er lélegur þá fáum við opinber störf á svæðið ef við suðum nógu lengi hvað fiskast lítið og að kvótinn sé allur farinn þá fáum við meiri kvóta.  Gæti það verið að það sé einhvað til í þessu ?.  Ég held að þetta sé einmitt ástæðan fyrir þessum neikvæðnistóni sem maður heyrir æ meir og þó að við fáum einhverjar kúlur út á röflið þá held ég að til lengri tíma litið komi það niður á okkur á neikvæðan hátt, neikvætt sækir á neikvæðan,,ekki satt ??.  Ég vil sjá hugarfarsbreytingu á þessu og það strax !.  Vestfirðingar eru duglegasta fólk sem ég veit um og ég er þess fullviss að við getum gert allt sem okkur lystir, ef við horfum útum gluggan þá leynast tækifærin allstaðar það er bara að finna þau, það er ekki hægt að klúðra þessu fallega svæði ef maður er bara jákvæður.  Ég veit að ef við bara látum hendur standa fram úr ermum þá verðum við í góðum málum í nánustu framtíð,  það þarf að koma alvöru aðgerða af okkar hálfu strax.  Þá meina ég,  hvað getum við gert sem að búum hérna til þess að bæta ástandið í bænum sem við búum í, hefur þú spurt sjálfan þig ?

« Fyrri síða

Um bloggið

Skafti Elíasson

Höfundur

Skafti Elíasson
Skafti Elíasson
34 ára ísfirðingur
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • gaza carrtoons9
  • ...ons9_768375
  • gaza carrtoons9
  • skútumyndir 007
  • Expressions 10

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband