Færsluflokkur: Bloggar
9.4.2007 | 16:53
Ríkið
Einu sinni var konungsríki.
Í ríki hans voru fjögur þorp. og að sjálfsögðu hallarbyggðin. Stundum gékk sambúð þorpana við hallarbyggðina stirðlega en hallarmenn stóðu oft í þeirri meiningu að þeir héldu uppi þorpunum og þorpararnir væru alltaf að væla um hluti sem þeir ættu hvort er ekkert að fá. Kóngurinn átti það til að stinga brauði að þorpunum af og til en ávallt varð það til þess að þorpin settu sig upp á móti hvoru öðru. Þorpsbúar allra þorpana áttu erfitt uppdráttar því að einbeitning þeirra fór öll í að sjá til þess að þeir fengu ekki minna heldur en hin þorpin. Þarna var komið upp ófremdarástand og slæmur vítahringur fyrir þorpin en hallarbyggðin gerði ekkert annað en að græða á þessu ástandi því að meðan þorpin voru öll sett upp á móti hvoru öðru þá var lítil fyrirstaða fyrir hallarbyggð að gera nokkurnvegin það sem þeir vildu. Einn grundvallarmisskilningur var hjá hallarbúum um þorparana en hallarbúar héldu að það væru þeir sem héldu uppi þessum blessuðu þorpurum, en áttuðu sig ekki á því að það voru þorpararnir sem höfðu alið búfénaðinn fyrir hallarbúa allan þennan tíma. Einnig höfðu hallarbúar gleymt því að meiri hluti þeirra hafði komið úr þorpunum og áttu rætur sínar þaðan. Þarna var komin staða sem illmögulegt var að snúa sér úr. Flest allir höfðu misst yfirsýnina á vandamálunum þvi að þau voru orðin svo mörg einnig voru eigendur vandamálana orðnir svo margir. Einn daginn kom spekingur í kóngsríkið, en þar sem hann var gestur í ríkinu og gat séð og greint vandamálið út frá hlutlausu sjónarmiði þá setti hann þetta svona upp fyrir ríkisbúana.
Meirihluti ríkisbúa, viljiði búa í bæði höll og þorpum ?
Svarið já:
1. Þá verður þá verður að vera jöfnuður út frá þjónustulegu sjónarmiði
2. Samgöngur á milli þorpa og hallar þurfa að vera góðar
3. Ríkisbúar þurfa að dreifa sameiginlegum störfum jaft yfir allt ríkið
4. Þorpsbúar þurfa að leggja traust ykkar á þá sem þið hafið valið til þess að tala við konung og einbeita ykkur að rækta svæðin ykkar.
5. Aðgangur að mat og vatni þarf að vera jafn um allt ríkið
6. Allir ríkisbúar þurfa að geta séð sína sameiginlegu hagsmuni og bræðratenginguna sem bindur íbúana saman því að ríkið er lítið innan um stór og vægðarlaus ríki í kring.
Svarið nei: Leggið þorpin niður og flytjið í höllina.
Var spekingurinn spekingur ?
Þessi saga er engan vegin tengd við raunveruleikann ég er bara að prófa mig áfram að búa til kónga og riddarasögur....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.4.2007 | 12:43
Harma - Vona
Ég var að lesa á bb að stjórn strandveiðifélags Króks hefði gefið frá sér yfirlýsingu um að Stjórnin harmi andvaraleysi fiskifræðinga.... Er betra að harma þetta eða að vona að fiskifræðingarnir geri einhvað málinu ?. Í alvöru talað, gerir maður einhvað frekar ef einhver harmar að þú gerir það ekki eða eða einhver vonar að þú gerir það ?.
Aldrei fór ég suður. Þvílíkt snilldardæmi, bærinn fullur af skemmtilegu fólki sem er mikið öðruvísi en ég. Við þurfum bara að taka vel á móti þessu fólki eins og að hafa Tóleikahús td. svo er mjög gott að hafa almennilega sundlaug í svona bæ eins og ísafirði. Ég vona að þetta eigi eftir að stækka og dafna í framtíðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.4.2007 | 19:52
Dugnaðarforkar
Já ég fór að hugsa um dugnaðarforka um daginn en það fékk mig til að hugsa að aðeins fyrir nokkrum árum þá fór "þessi" í taugarnar á mér af því að hann var svo grobbinn og "hinn" fór svo í taugarnar á mér fyrir að vera svona þrjóskur osfv..... Í dag er þetta allt breytt en í dag er ég svo þakklátur fyrir þetta grobbna, þrjóska, freka lið sem fór svona í taugarnar á mér fyrir nokkrum árum því að ég hef gefið því annað nafn í dag það er fólk sem er ánægt með sjálfan sig, einhart og ákveðið = dugnaðarforkar lífsins sem sagt. Sem sagt flest sem fór í taugarnar á mér (og það var ekki fátt) hef ég lært að meta en ég hugsaði að ef að "frekjupakkið" sem ég þoldi ekki hefði ekki notið við í samfélagi okkar hvar værum við þá ? Einnig hef ég lært að meta andstæðinga mína en mér þykir óendanlega vænt um þá en þeir gefa mér lífsgildi án þeirra hefði ég ekkert til þess að stefna að.
Ég er með tillögu núna, hvernig væri að við ísfirðingar færum meira að haga okkur eins og vinir okkar akureyringar "grobbnir og gráðugir" og færum að skapa okkur tækifæri sjálfir og hætta þessu væli. Hehe núna verður kannski einhver pirraður að lesa þetta en þeir eru jú líka bara að bjarga sér en þetta er bara mín skoðun og ég ætla að gera allt sem ég get til þess að við náum sem bestum árangri.
Já það má segja að í dag sé ég ástfanginn af duglegu fólki sem er allt í kring um mig og ég veit það að með allt þetta duglega fólk í kring um mig þar á meðal sjálfs míns (sem ég elska ótrúlega mikið líka) get ég ekki annað en haft sigur úr býtum.
Dæmi um duglegt fólk í kring um mig að mínu mati
Hafnarstjórinn okkar
Óðinn og Hinni á suður og flateyri
Þrírex strákarnir
Muggasonur
Mamma og Pabbi
Hamraborgarbræður
Elli hjá Veggistingu
Kiddí og Hafsteinn
Dr. Þorleifur hjá rafisk eða hvað það heitir
man ekki fleiri í augnablikinu en þeir eru töluvert fleiri en ég get gefið gaum svona í bili.
Nóg hjal í þetta skipti
Bloggar | Breytt 8.4.2007 kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.4.2007 | 14:06
Álver
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.4.2007 | 12:53
Hvar eru gervihnatta myndirnar
Það vekur athygli hjá mér að deilan um bresku fangana í íran snýst miklu leiti um að bretarnir hafi verið inní landhelgi eða utan írans.... Hvar eru þá gervihnattamyndirnar sem bæði bretar og bandaríkjamenn hafa af þessu ?? Ágætt að nota tæknina þegar hún hentar þeim.
Ég er alveg viss um að íranar fara betur með sína fanga heldur en bretar og bandaríkjamenn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.3.2007 | 13:10
Skafti Elíasson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.3.2007 | 11:16
Nú er komið að því
Já það má segja að nú sé stund athafna runnin upp, en við höfum beðið með opinn gogginn allt of lengi en vestfirðingar hafa reynt að hanga í hreiðrinu sínu og beðið eftir því að vera fóðraðir af herrum sínum í Reykjavík. Staðreyndin er sú að margt fólk fyrir sunnan hugsar að við séum hreinlega ekki nógu mörg hérna til þess að það borgi sig að byggja upp vegi eða halda út einhverjum opinberum þjónustum. Við þurfum að velja hvort við ætlum að búa hérna eða ekki og ég segi að ef við ætlum að búa hér þá þurfum við að gera einhvað strax. Ég held að við þurfum að byrja á því að ákveða í hvaða verk okkar orka á að fara, til þess að snúa þessari þróun við. Mín skoðun er sú að við þurfum að setja okkur markmið að fjölga hér ferðamönnum, já og hvað þurfum við til þess;
Nr. 1 Við þurfum að hætta að hugsa í hvað allt er ömurlegt og brosa :)
Nr. 2 Almennilegt tjaldsvæði við sundlaug með góðri þjónustu þe. heitt vatn klósett rafmagn fyrir fellihýsi og húsvagna. (það er það fyrsta sem ég gái að þegar ég er að fara ferðast innanlands)
Nr. 3 Bærinn okkar þarf að vera snyrtilegur og þjónusta okkar þarf að vera aðgengileg og áberandi.
Nr. 4 við þurfum að hætta að bölsóttast út í náungann það eiga allir að geta unnið saman að því að stækka markaðinn okkar.
Þetta er brot af því sem ég tel þarft að hafa í huga og gera til þess að ferðamannaiðnaðurinn blómstri hér.
Kláfur myndi gjörbreyta stöðu okkar svo um munaði á örskömmum tíma held ég.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.3.2007 | 21:38
Svaðalegir molar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.3.2007 | 00:31
Harry
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Skafti Elíasson
Færsluflokkar
Tenglar
Allskonar
- Eyrarkláfur Fá hugmynd að veruleika
Tenglar
- Mr Bubba Godbright the one boybearsson
- Hálfdán B. Hálfdánarson
- Schmari von karlstadt Frændi og vinur
- Stubburinn minn
- Stóra stelpan mín
- Stóri strákurinn minn
- Konan mín
Bloggvinir
-
vestfirdingurinn
-
malacai
-
babuska
-
polli
-
asthildurcesil
-
vikari
-
bjorgmundur
-
bogi
-
gattin
-
eddaagn
-
eyvi
-
sveitaorar
-
gunnarpetur
-
gussi
-
handsprengja
-
maple123
-
don
-
johnnybravo
-
jonatli
-
prakkarinn
-
photo
-
lauola
-
lindape
-
olinathorv
-
omarjonsson
-
stebbifr
-
lehamzdr
-
tryggvienator
-
vestfirdir
-
villithor
-
tolliagustar
-
hugsun
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar