Færsluflokkur: Bloggar
10.5.2007 | 23:33
Eríkur Hauks flottur
Já ég verð að taka af ofan fyrir Eika Hauks núna hann var alveg þrusuflottur að syngja ég fékk alveg gæsahúð en vinur minn Rolando Diaz er með svona flott flatsjónvarp (eins og Tolla vini mínum lætur sér dreyma um) og kallinn hljómaði og lúkkaði svona djöfull vel. Þetta er nú bara orðið fyndið hvað þessi keppni er komin út í,,,ja hún er kannski ekkert verri, hún er bara verri fyrir okkur ! við sem vorum að hlægja af þessum hallærislegu rússum og guð má vita hvaðan þeir eru, erum núna orðin að fíflunum,,hehe þeir eru örugglega að hlægja að okkur núna. Það virðist sem austantjaldsþjóðirnar hafi gjörsamlega allt annan smekk heldur en við.
Þetta var mjög fyndið þar sem Rolando var miklu spenntari heldur en ég fyrir þáttöku Eiríks í Eurovision, já hann hótaði beinlínis að mæta ekki í vinnuna ef að Eiki ynni ekki. Ég get svo svarið það það verður hreinlega að halda vestur-evrópu Eurovision ef það á að vera gaman að þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.5.2007 | 12:58
Menn að bjarga sér
nú bara virðingarvert, ætli maður myndi ekki reyna einhvað svona
sjálfur. Þó að ég sé ekki framsóknarmaður.
![]() |
Samið um tannlæknaþjónustu og forvarnarskoðanir 3 og 12 ára barna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.5.2007 | 12:14
Ó hvað hún hefur gott af þessu
![]() |
Hvað bíður Parísar á bak við lás og slá? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2007 | 00:21
Hillary er flott kelling
verður flottur sendiherra í konum víðsvegar um heiminn ! enda klár
náungi. Vona að hún komi skikkan á byssueign bandaríkjamanna.
![]() |
Vill nýta vinsældir Clintons til að bæta ímynd Bandaríkjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2007 | 15:41
Mengunarkvóti
Mengunarkvóti íslendinga hlýtur að vera í eign þjóðarinnar ekki satt
?. Ef að við vestfirðingar erum ekki með stóriðju þá hljótum við
að geta selt mengunarkvótann okkar til svæða sem hafa hag sinn að
stóriðjunni er það ekki ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.4.2007 | 23:25
Byssueign kanana
![]() |
Vopnaður maður í NASA drap gísl sinn og síðan sjálfan sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.4.2007 | 22:51
Olíupælingar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.4.2007 | 21:53
Olíuhreinsistöð
sjónarmiðum, umhverfissjónarmiðum, og kjósa svo um þetta ? Þá
getum við hætt að röfla um þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2007 | 01:57
Slóðinn.......og samleiðin við þá að handan
Ég brá mér í smá ferðalag til að kíkja á vini mína hinumegin á kjálkanum þ.e Patró og Bíldó. Ég á bara ekki nógu mörg orð til þess að lýsa ferðalaginu frá Þingeyri og yfir Hrafnseyrar og Dynjandaheiði en þarna er slóðinn, brattur mjór holóttur og það er hætta á því að lenda í snjóflóði á leiðinni og að verða fyrir grjótfalli en það er líka hægt að sjóbaðaðann bílinn sinn á leiðinni, mestmegnis af leiðinn er maður ekki í símasambandi, alla leiðina var ég að hugsa hvort ég væri kominn aftur í tímann og ég væri bara á farartæki úr framtíðinni því þarna passaði klárlega bara við hestavagn,, en nú er ég komin fram úr mér. Það var gaman að koma til Patreksfjörð og Bíldudals en guð veit að þetta eru fallegir staðir. Þegar ég hugðist fara heim u.þ.b 3stundum síðar var búið að loka Hrafnseyrarheiði, mér fannst það hálf spaugilegt vegna þess að deginum áður hafði ég snúið við úr tilraun minni við að komast yfir þennan dularfulla slóða í átt til Patró.
Baldur rokkar feitt
Uppúr þessu gerði ég mér bara ferð til Reykjavíkur og prófaði að ferðast með Baldri en með honum hef ég aldrei farið áður, ég verð að segja að það var frábært að fara með ferjunni en þar gat ég slakað á fengið mér borgara og horft á Titanic ! hvernig er hægt að hafa það betra, koma svo saddur og úthvíldur úr í Stykkishólmi.
I don´t need your civil war
Eitt vakti athygli mína um borð í Baldri það voru náttúrulega fólk frá Patró, Tálknó og Bíldó, ég hlustaði á tvo menn tala saman úr nokkra borða fjarlægð en þeir töluðu um hvað ísfirðingar hefðu lítinn áhuga á því að leiðina vestur fyrir og hvað þeir ættu enga samleið með fólkinu að norðan, ég var svolítið hissa að heyra þetta því að við norðanmenn myndum svo sannarlega nota okkur leiðina vestur fyrir ef hún væri bara fyrir hendi en við höfum jú slóðann sem ég lýsti hér að ofan. Rexað og pexað hver er að fá göng fyrir hvern sunnanmenn segja að norðanmenn segi að göngin séu fyrir sunnanmenn svo þeir komist norður o.s.frv. Ég lít á þessi göng sem mikilvægt skref fyrir okkur öll þ.e okkur að komast þessa leið til rvk nýta okkur þann frábæra kost Baldur, kaupa þjónustu að sunnan og selja þangað þjónustu, Efla ferðaþjónustu byggðana í sameiningu, en ég get talað um kosti þessarar tengingar í heilann dag án þess að hiksta. Ég veit að ef ég hefði talað við þessa herramenn í Baldri þá hefði ég fengið þá til að skipta um skoðun á okkur norðanmönnum, en ég veit að flestir sunnanmenn hugsa ekki svona. Þetta var farið að hljóma eins og handrit úr amerískri frelsis stríðs mynd um norðan og sunnan menn ég segi bara eins og Axl Rose hér að ofan.
Leiðin
Við eigum ekki að einblína á eina leið til rvk heldur eigum við bæði að fara undir kollafjörð og losna við heiðarnar til rvk. Einnig eigum við að tengja okkur við Suðurfirðina ekki bara til þess að fá leiðina til reykjavíkur heldur einfaldlega því að við eigum að vera tengd þeim, þetta á að vera eitt svæði, við þurfum á því að halda að þetta sé eitt svæði !. Nú siglum við bara samfélags skipinu okkar á að tengja okkur saman og komum með tillögur hvernig það er hægt (fjárhagslega) ef að við fáum þetta ekki frá ríkisstjórn vorri. Ég heyrði t.d hugmynd þegar ég var á Patró um að það ætti að gera göng á ská upp á Dynjandaheiði og skella þar rörum í til þess að virkja vatn sem þar er uppá....er ekki bara málið að skoða hvernig við ætlum að gera þetta og svo að sjá hvort við fáum ekki einhverjar krónur í þetta frá ríkinu þó að við fjárfestum sjálf í þessu að hluta til,,? Ég bara spyr.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2007 | 19:45
Stinni Hemm
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Skafti Elíasson
Færsluflokkar
Tenglar
Allskonar
- Eyrarkláfur Fá hugmynd að veruleika
Tenglar
- Mr Bubba Godbright the one boybearsson
- Hálfdán B. Hálfdánarson
- Schmari von karlstadt Frændi og vinur
- Stubburinn minn
- Stóra stelpan mín
- Stóri strákurinn minn
- Konan mín
Bloggvinir
-
vestfirdingurinn
-
malacai
-
babuska
-
polli
-
asthildurcesil
-
vikari
-
bjorgmundur
-
bogi
-
gattin
-
eddaagn
-
eyvi
-
sveitaorar
-
gunnarpetur
-
gussi
-
handsprengja
-
maple123
-
don
-
johnnybravo
-
jonatli
-
prakkarinn
-
photo
-
lauola
-
lindape
-
olinathorv
-
omarjonsson
-
stebbifr
-
lehamzdr
-
tryggvienator
-
vestfirdir
-
villithor
-
tolliagustar
-
hugsun
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar