Stimpilgjöld og Stjórnarsáttmálinn

Þá er kominn tími til þess að kíkja aðeins á stjórnarsáttmála Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. peningar

Áður en ég skoðaði hann þá vonaði ég að öllu mínu hjarta að þar væri stungið einhverstaðar niður að stimpilgjöldunum. Ég vil meina það að þetta sé stæðsti þáttur í því að halda uppi vöxtum á bæði fyrirtækjum og einstaklingum, því að viðskiptavinir bankana eru saumaðir við bankana sína með stimpilgjöldunum en fyrirtæki og einstaklingar þurfa að greiða gríðalegar upphæðir til þess að færa sín viðskipti.  Ég er þess alveg viss að ef stimpilgjöld yrðu felld niður yrði það til þess að viðskiptavinir bankana gætu farið að gera kröfur um að lækka vexti ella yrði þeim skipt út fyrir annan. Það eina sem ég fann í Stjórnarsáttmálanum um stimpilgjöld er;

" Stimpilgjald vegna fasteignaviðskipta á kjörtímabilinu verði afnumið þegar aðstæður á fasteignamarkaðnum leyfa" Þetta er nú allt og sumt ég vona svo innilega að það verði tekið vel á þessum óréttlátu gjöldum og verkfæri bankana til þess að halda uppi háum vöxtum.

Hérna fann ég allan sáttmálann http://www.samfylkingin.is/media/files/Stjórnarsáttmáli%20S%20og%20D,%2023.maí%202007.pdf

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður..... Bloggið þitt er snilld. Helvíti gaman af þessu. Kem vestur um helgina. Veit samt ekki hvað ég verð mikið upptekinn. Reynum að hittast.

kv.

G

Guðbjartur E. Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 00:55

2 identicon

Fyrst það rættist svona úr þér kallinn minn, þá skil ég ekki af hverju í andskotanum þú ert ekki löngu kominn til Noregs..!"!!

 habbalo@hotmail.com

(já...þetta er sko hinn eini sanni Habbi :o) 

Habbi (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 19:12

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Takk fyrir vinarkossinn félagi, ég er sammála þér þarna, að þetta þarf að efna í stjórnarsáttmálanum.  Við bara fylgjumst með því saman.

S.

Steingrímur Helgason, 31.5.2007 kl. 00:06

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Snilld! Snilld!

Heiða Þórðar, 31.5.2007 kl. 23:28

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt þetta þegar aðstæður leyfa greyp mig heljartaki.  Innantómt blaður sonur sæll, innan tómt blaður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.6.2007 kl. 21:06

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Greip

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.6.2007 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skafti Elíasson

Höfundur

Skafti Elíasson
Skafti Elíasson
34 ára ísfirðingur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • gaza carrtoons9
  • ...ons9_768375
  • gaza carrtoons9
  • skútumyndir 007
  • Expressions 10

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband