Ímynd vestfjarða

Maður getur ekki annað en velt fyrir sér hvort vestfirðingum er betur borgið með að kvarta og kveina við yfirvöld yfir ýmsustu hlutum eins og td. Slæma vegi og minnkandi þorsk kvóta, fækkandi atvinnutækifærum.  Eftir að hafa spáð í þetta þá er ég á þeirri skoðun að það sem yfirvöld eiga að vera með á hreinu eru vegirnir heilbrigðisþjónustan og að hafa almennilega menntastofnanir hjá okkur en allt annað er undir okkur komið.  Ég tel að allt kvabb í okkur vestfirðingum utan þess ofangreinda erum við að skaða okkur sjálf.  Ef við tölum niður svæðið erum við að fæla frá okkur fólk sem langar etv að flytja hingað vestur, við verðum að leggja áherslu á þá hluti sem gera þetta svæði frábært og tíunda þær ástæður sem við höfum fyrir því að búa hér sjálf.  Ísland hefur ekki farið varhluta af því að vera með lélega ímynd en fjármálageiri íslendinga hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum að hluta til vegna þess að við höfum kynnt okkur illa, þetta á líka við okkur vestfirðinga en mér er spurn, hverjum langar að flytja á stað sem það eina sem heyrist frá er snjóflóð skriðuföll uppsagnir atvinnuleysi afþreyingarleysi ??  Já ég held að það þurfi að koma upp ímyndarnefnd en þar er tekið á þesum kynningarvandamálum sem við stöndum frammi fyrir.  Vestfirðingar eiga setja sér upp fastmótaða stefnu um í hvaða röð við viljum haga vegakerfi okkar hvar göng eiga að koma, hvaða þjónustu við ætlum að bjóða uppá og hvernig við ætlum að byggja þetta svæði en ekki hlaupa eins og hundar eftir beini á eftir öllu sem býðst, það þýðir ekki að búa til störf hér ef enginn vill búa hér.  Málið er einfaldlega það að hér á ísafirði er frábært að búa því hér er skemmtilegt menningarlíf, fallegt umhverfi, þægilegur andi yfir svæðinu svo ekki sé sleppt að hér býr frábært fólk. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm ég er sammála, þess vegna segi ég við segjum okkur úr lögum við Ísland og stofnum fríríkið Vestfirðir, við eigum þvílíkt góða möguleika á því að komast af og eflast.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2008 kl. 23:02

2 Smámynd: Skafti Elíasson

Vestfirðingar þyrftu þá að kjósa um fríríkið.

Skafti Elíasson, 16.3.2008 kl. 23:08

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Oftlega stungið upp á því að taka þurfi upp þráðinn aftur þar sem að tröllskessurnar skildu við hann á sínum tíma.  Með nútíma jarðvegsvinnuverkfærum er þetta yfirstíganlegt & vinna má í dagsbirtu líka.

Steingrímur Helgason, 16.3.2008 kl. 23:15

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Einmitt.

Þurfum bara frið fyrir ofríki valdhafanna fyrir sunnan og við förum aftur að draga fisk að landi án afskipta auðvaldsins og valdasjúkra einstaklinga í ráðstjórnarhöllum Reykjavíkur.

Ef við höfum fisk þá getum við borað göng, lagt vegi og byggt upp menntastofnannir eins og við viljum hafa þær.

Níels A. Ársælsson., 16.3.2008 kl. 23:45

5 Smámynd: Skafti Elíasson

það þyrfti að auðvelda fólki sem langar að flytja heim einhvernveginn.  Ég veit samt ekki til þess að það sé atvinnuleysi hér.

Skafti Elíasson, 18.3.2008 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skafti Elíasson

Höfundur

Skafti Elíasson
Skafti Elíasson
34 ára ísfirðingur
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • gaza carrtoons9
  • ...ons9_768375
  • gaza carrtoons9
  • skútumyndir 007
  • Expressions 10

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 1180

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband