Færsluflokkur: Bloggar

Stimpilgjöld og Stjórnarsáttmálinn

Þá er kominn tími til þess að kíkja aðeins á stjórnarsáttmála Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. peningar

Áður en ég skoðaði hann þá vonaði ég að öllu mínu hjarta að þar væri stungið einhverstaðar niður að stimpilgjöldunum. Ég vil meina það að þetta sé stæðsti þáttur í því að halda uppi vöxtum á bæði fyrirtækjum og einstaklingum, því að viðskiptavinir bankana eru saumaðir við bankana sína með stimpilgjöldunum en fyrirtæki og einstaklingar þurfa að greiða gríðalegar upphæðir til þess að færa sín viðskipti.  Ég er þess alveg viss að ef stimpilgjöld yrðu felld niður yrði það til þess að viðskiptavinir bankana gætu farið að gera kröfur um að lækka vexti ella yrði þeim skipt út fyrir annan. Það eina sem ég fann í Stjórnarsáttmálanum um stimpilgjöld er;

" Stimpilgjald vegna fasteignaviðskipta á kjörtímabilinu verði afnumið þegar aðstæður á fasteignamarkaðnum leyfa" Þetta er nú allt og sumt ég vona svo innilega að það verði tekið vel á þessum óréttlátu gjöldum og verkfæri bankana til þess að halda uppi háum vöxtum.

Hérna fann ég allan sáttmálann http://www.samfylkingin.is/media/files/Stjórnarsáttmáli%20S%20og%20D,%2023.maí%202007.pdf

 

 


Svikarhrappar í peningaleit

Það hefur verið hringt í mig alloft á síðustu misserum af erlendum svikarhröppum að selja mér hlutabréf í ýmisskonar fyrirtækjum, þessir menn hafa yfirleitt sérstakann hreim sem ég er ekki alveg að ná hvaðan er en þetta byrjaði fyrir uþb. 3 árum. Það var hringt í mig frá fyrirtæki sem kallaði sig Harold & Deloite og þeir reyndu að selja mér hlutabréf í Nokia það endaði þannig að ég sagðist hafa hringt í viðskiptaráðuneytið vegna þessa og þá var skellt á mig.  Fyrir hálfu ári var hringt í mig frá fyrirtæki sem átti að vera í fjárfestingum og einhver frægur fjárfestir var kjölfárfestir í fyrirtæki sem Scorpion Performace logo kallaði sig Scorpion Performance en ég átti að græða á fingri og tá á örskömmum tíma.  Ég kannaðist við hreiminn frá H&D frá tæpum 2 árum áður en þvílíkir fagurgalar hef ég sjaldan komist í tæri við í símann " he had me going for a moment" endaði með því að ég skipaði þeim að hætta að hringja en þeir þrýstu á mig um að fjárfesta strax svo ég gæti grætt mikla peninga.  Núna eru þeir farnir að hringja aftur dag eftir dag og ég er ekki lengur kurteis við þá.  Tinna mín benti mér á eitt en hún hefur verið að svara í símann fyrir klofning á Suðureyri en þeir eiga viðskipti við Nígeríu, en tinna svaraði í síman í eitt skipti þegar þeir hringdu en hún sagði mér að hreimurinn þeirra væri Nígerískur... Kannski eru þetta netnígeríumennirnir komnir í símann okkar.

Bushsleikir

Blair hefur étið upp alla vitleysuna eftir Bush og Bush hefur bara verið að gera það sem vopnaframleiðendur hafa sagt honum að gera.  Þannig að er von að Beta sé ekki hrifin að arfleið Blairs, hann hefur nú lítið annað gert en að hugsa um hryðjuverkastríðið sitt.  Nú er svo komið að það hefur aldrei verið óöruggara hvorki í bna né bretlandi þó að vopnahlé eða niðulögn vopna ira sé raunin.GEAR_IdZ_Future_Soldier_lg   Og svo má sjá hvað Iraq er æðislegur staður í dag eftir beturbót Blair og Bush.
mbl.is Englandsdrottning sögð lítt hrifin af arfleifð Blairs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sleppum íslenska smáhernum

Já við eigum að sleppa þessum litla hallæris-smáher og átta okkur á því hvaða varnir við þurfum, ég tel að við þurfum ekki hernaðarlega vörn fyrir landið enda hver á að ráðast á okkur og í hvaða tilgangi ?.  Við eigum að einblína á þá jákvæðu hluti sem við getum beitt okkur fyrir td. mengunarvarnir, aðstoð í formi fræðslu í stað hermanna með byssur.  Við eigum að láta heiminn þekkja okkur fyrir visku, friðelsku og umhyggju.peace
mbl.is Íslendingar á tímamótum í öryggismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausn á byggðarvanda Ísafjarðar

Væntanlegar hárgreiðsludömurJá viti menn ég er komin niður á lausn byggðarvanda ísafjarðarbæjar og það er ekki háskóli sem við þurfum nei !.  Við þurfum að fá öflugan snyrti og hárgreiðsluskóla já takk fyrir mig pent, en ég hef veitt því athygli þar sem ég stunda líkamsrækt og hef tekið eftir því hvað karlpeningurinn er töluvert duglegri að munda lóðin meðan skvísurnar eru í salnum ég hef einnig tekið eftir þessu í vinnuni menn eru töluvert duglegri að vinna ef það er fögur snót hjá, maður er duglegri að læra þar sem fallegar skvísur eru allstaðar þar sem við karlarnir erum í kring um fallegar konur þá er best að draga magann inn og vera eins duglegur eins og heilsa og hugur leyfir... Já ég er búinn að sjá þetta fyrir mér, Hárgreiðslu & Snyrtiskóli Vestfjarða ! benefittarnir eru þeir að það verður rosalegt stuð að fara út að skemmta sér því allir strákar hvaðan af að landinu skella sér helgarferð til ísó á ball.  Duglegir strákar fara að byggja upp fyrirtæki til þess að ganga í augun á kvenmönnunum ogHér gæti verið um upprennandi snyrtifræðing að ræða atvinnurekstur fær þá að blómstra og þetta myndi þá þýða að ungt fólk myndi flytja hingað í umvörpum.  Hver þarf olíudrasl þegar við erum komin með svona ?

Ps. ég er svona duglegur af því að ég á svo flotta konu. 

 

 

 

 

 

 

 

 

                                                                                                                                Fótsnyrtifræðingur  í súpermannleik 


Jöfnuð landsvæða ?

Það er mikið karpað í ísafjarðarbæ um þessar mundir og sýnist sitt hverjum maður skiptist á að vera reiður, áhyggjufullur, vongóður,,, fer eftir því hver nær að smita mann hverju sinni.  Ég hef reynt að snúa málunum á alla kanta sem ég kann en ég er kominn á þá niðurstöðu að vestfirðingar séu á gatnamótum hvað varðar aðalgjaldeyrisköpun svæðisins. Lífið á vestfjörðum hefur verið fiskur frá upphafi byggðar hér en aðstæðurnar hafa breyst svo mikið að það er ekkert nema svæðisbundin sérhæfing þeirra sem stunda úterðarrekstur td. Sjávarþorpið á suðureyri.  Sérhæfingin felst í vistvænu þorpi, það er þó allavegana ekki hægt að flytja þorpið til rvk.  Annað virðist falla fyrir háum og ótryggum flutning í næstu útflutningshöfn sem er í rvk.  Mín skoðun er sú að við getum selt hér það sem við höfum upp á að bjóða og það er fyrst og fremst náttúran en svo má tvinna þessu saman og vera með fiskveiðivæddar náttúruferðir. capital_one

Stjórnvöld þurfa hreinlega að vera hreinskiptin með þetta mál og segja hvort þau vilji stuðla að byggð við strandlengjuna eða ekki.  Kannski hljómar þetta undarlega fyrir suma að heyra að fólk sem er í atvinnurekstri hér á erfiðara með að nálgast fjármagn og vextirnir eru hærri en þetta kemur af því að veð á þessu svæði halda töluvert smærri fjárhæðum. 

Ekki er allt neikvætt 

Jákvæðu þættirnir í þessu á móti hinu er sá að fasteignir hér eru mjög ódýrar þannig að auðvelt er að byrja með rekstur sem krefst ekki mikið af þungaflutningum og hefur lágan stofnkostnað, einnig er launin hérna lægri en gengur og gerist á höfuðborgarsvæðinu, en það er á móti töluvert ódýrara að lifa á Ísafirði en í rvk.  stjórnvöld á svæðinu eru vinveitt nýjum fyrirtækjum sem koma inn á svæðið.  Hér er gott að ala upp börn þó að leikskólagjöld mættu vera lægri, ég hefði talið að þar sem á við ætti launa og húsnæðiskostnaður að vega upp flutningskostnaðinn þannig að ég skil ekki alveg áhverju við getum ekki verið samkeppnisfær (eins og áður þar sem það á við).  Ég tel það mikið atriði fyrir okkur að skipuleggja og hafa sterka framtíðarsýn yfir það sem við viljum.

Þetta eru mínar skoðanir hvað sem aðrir segja þó að ég sé ekki þekktur fyrir annað en að beygja og teygja mínar skoðanir eftir nýjustu upplýsingum.


Íbúar Flateyris

það væri hægt að koma íbúum flateyris fyrir þarna og þá geta þeir allir farið í háskóla... 
mbl.is Varnarsvæðið opið almenningi í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mig vantar að æla

Við heyrum af sjálfsmorðsprengingum á hverjum einasta degi og fólk þarf að lifa í ótta og hungri, það er búið að myrða þúsundir einstaklinga (því erum við þáttakendur í) svo talar þetta pakk um framfarir...sveiattann
mbl.is Blair: Raunveruleg merki um framfarir og breytingar í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig á að gera konu hamingjusama

P1010887 Hvernig gera á konu hamingjusama :
Það er ekki erfitt, til að gera konu hamingjusama, þarftu bara að vera:
1. vinur
2. félagi
3. ástmaður
4. bróðir
5. faðir
6. húsbóndi
7. yfirmaður
8. rafvirki
9. trésmiður
10. pípari
11. handlaginn
12. skreytimeistari
13. stílisti
14. sérfræðingur í kynlífi
15. mannþekkjari
16. sálfræðingur
17. hagfræðingur
18. reiknimeistari
19. góður huggari
20. góður hlustandi
21. skipuleggjari
22. góður faðir
23. snyrtilegur
24. samúðarfullur
25. sportlegur
26. hlýr
27. skemmtilegur
28. aðlaðandi
29. snillingur
30. fyndinn
31. hugmyndaríkur
32. mjúkur
33. sterkur
34. skilningsgóður
35. þokkafullur
36. prúður
37. metnaðarfullur
38. hæfileikaríkur
39. þolgóður
40. skynsamur
41. trúr
42. ábyggilegur
43. ástríðufullur

…og gleyma aldrei að:
44. gefa henni gjafir reglulega
45. fara með henni að versla
46. vera heiðarlegur
47. vera örlátur
48. að stressa hana ekki
49. horfa ekki á aðrar konur

og um leið þá verðurðu líka að:
50. veita henni mikla athygli, og hugsa ekki mikið um sjálfan þig
51. gefa henni allan tíma sem hún þarf
52. gefa henni mikið frelsi, ekki hafa áhyggjur af því hvert hún fer

það er mjög áríðandi:
53. að gleyma aldrei:
afmælisdögum, brúðkaupsdögum og plönum sem hún hefur ákveðið

TIL AÐ GERA KARLMENN HAMINGJUSAMA :
1. Gefa þeim að borða
2. Sjá til að þeir fái það reglulega
3. Þegja.


Michael Moore

Hann er alger snillingur það er nauðsynlegt að hafa svona menn til þess að sýna okkur hvar við erum á villu vegar.  Það er á nægu að taka vestur í bna til þess að gagnrýna og benda mönnum á.

Pant fá einn Michael Moore í hverja Álfu.


mbl.is Sicko vel tekið á Cannes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skafti Elíasson

Höfundur

Skafti Elíasson
Skafti Elíasson
34 ára ísfirðingur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • gaza carrtoons9
  • ...ons9_768375
  • gaza carrtoons9
  • skútumyndir 007
  • Expressions 10

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband