Græðgi i-crap

það er alveg með ólíkindum hvað þetta lið er gráðugt.  Þeim er alveg sama hvort þau einkaleyfi sem það sækir tefur fyrir framþróun nýrra tækja.  Mér hefur alltaf fundist sömu taktarnir einkenna i-crapið það er að gera hlutina flóknari með því að halda sínar eigin leiðir í stað þess að notast við sameiginlega grunnaðferðir.  Nefni sem dæmi i-phone sem ekki er hægt að nota nema við þau skilyrði sem i-crap setur upp þ.e að vera hjá AT&T. Græðgi græðgi og ekkert annað en græðgi.  Ég ætla aldrei að versla mér neitt frá Steve Jobs.
mbl.is Tefur einkaleyfaþras innreið fjölsnertiskjáa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehehe... Þú hefur greinilega ekki kynnt þér á einn eða annan hátt hvernig Micro$oft haga sér. Ef þér finnst Apple slæmir ættir þú að skoða það því þeir blikna í samanburðinum!

Siggi (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 13:02

2 identicon

Bara smá dæmi :)

"The Microsoft® Corporation holds over 5,000 patents in the United States and an estimated 3,000 to 5,000 more applications are waiting approval. For the next major version of their operating system, [Vista], they're filing an average of 10 patents per week. As of March, 2003, Microsoft held 435 patents with the European Patent Office. All of this patent action makes Bill Gates and company "pretty excited."

Until 2003 Microsoft claimed their patent portfolio exists only to protect their investments in research and development. However, that's no longer true. Many of the communications protocols used among Windows desktops and servers are patented and proprietary. For a fee many can be licensed from Microsoft. Developers must pay a fee to write software which can properly and completely communicate with Windows. This and other proprietary moves are being used to lock users into Windows and make alternatives incompatible."

Siggi (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 13:20

3 Smámynd: Skafti Elíasson

Ég er ekkert að mæla Mircosoft bót á því hvernig þeir haga sér enda fegrar það ekki Apple eða gjörðir þeirra.  Ég hef reynt að nota redhat til þess að vera ekki að púkka undir BGates en var í sífellum vandræðum með það, væntanlega vegna vankunnáttu. Einnig hef ég reynt að notast við forrit eins og Mozilla og Thunderbird svo maður geri nú sitt.  Ég veit ekki til þess að maður geti verið með Mac os í pc vél en þessvegna nota ég xp os.

kveðja

Skafti Elíasson, 26.2.2008 kl. 13:34

4 identicon

Reyndar er búið að hakka MacOS X þannig að þú getur keyrt það á venjulegri PC. http://www.wired.com/gadgets/mac/commentary/cultofmac/2005/08/68501

JOSI (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 13:44

5 identicon

Þá skaltu prófa Ubuntu linux, það er alveg magnað stýrikerfi sem ég get mælt með fyrir alla!!!

Ég var heldur ekki að reyna fegra Apple neitt heldur bara benda á hvernig þessi fyrirtæki starfa, og þar er Microsoft lang verstir. Og í ljósi þess sem þú sagðir : "Ég ætla aldrei að versla mér neitt frá Steve Jobs." þá ættir þú í raun alls ekki að vera keyra XP eða neitt frá Micosoft ef þú ert með svona prinsipp heldur ættir að vera nota Linux ;)

Siggi (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 14:03

6 Smámynd: Skafti Elíasson

Vandamálið er að það er erfitt að versla ekkert við Bill Gates.  Eitt sem Bill má eiga, hann er duglegur að gefa peninga til hjálpar td. rannsóknum á malaríu

Skafti Elíasson, 26.2.2008 kl. 15:00

7 identicon

Ég hef ekki notað neitt frá Microsoft í mög ár, aðalega vegna þess að ég bara þarf ekki á einu einasta forriti að halda frá þeim. Nota Linux og OS X. Þannig það er hið minsta mál að versla ekki við þá ;)

Siggi (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 15:25

8 identicon

Þú verður líka að athuga að það að fyrirtæki fái einkaleyfi er oft forsendan fyrir því að ráðist er í oft kostnaðarsama þróunarvinnu á svona tækni og tækjum þannig að ef einkaleyfin væru ekki til staðar væri lítil gulrót fyrir fyrirtækin í að eyða peningum í þróun, þá væri best bara að kópíera það sem hinir gera.

Jón H. (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 15:43

9 identicon

Flottur, ég er svo sammála með þetta i-crap.
Ég er líka mjög fylgjandi Open source og nota Ubuntu í dag, var í fedora (redhat) áður.
En ef bera á Microsoft og Apple saman er Apple 10X verri. Þeir vilja loka öllu og ekki gefa neinum aðgang. (frammleiða allan vélbúnaðinn og þróa hugbúnaðinn).

Ef bill hefði ekki stungið Apple í bakið á sínum tíma væru kannski allar tölvur í dag frá Apple. Þá væri ekki bara einn hugbúnaðaraðili með einokun heldur einnig einokun á vélbúnaðinn líka, spáið í því.

Það er þó hægt að setja Microsoft Windows upp á flest allan vélbúnað. Og það er enginn að neyða þig að nota Windows á PC vélinni þinni.

Björn Þór (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 16:00

10 identicon

Gott  að Apple náði ekki einkaleyfi á "snúa takka" eða "ýta á takka".

 Apple fær MS til að lýta vel út stundum. Snerti ekki OSX fyrr en Apple hættir að neyða mig til að nota okur vélbúnaðinn frá þeim.   

notandi (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 16:30

11 identicon

Jæja Björn Þór, það er til enskis að reyna rökræða við menn eins og þig :) Það skýn í gegn að þú ert þessi "tíbíski" trúarbragða kall :) hehehe...

Siggi (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 16:43

12 Smámynd: Skafti Elíasson

það er akkúrat málið,,, þetta eru mikil trúarbrögð MS notar hugbúnað til að svína á okkur td með IE en þeir voru jú skikkaðir til að láta af því.  Mér finnst skrítið að apple skuli ekki leyfa að setja upp win eða linux á makkana og selja OS frjálsan ?? skil bara ekkert í þessu.

Skafti Elíasson, 26.2.2008 kl. 17:34

13 identicon

Það er hægt að setj inn fjöldann allan af stýrikerfum á Apple vélar, þar á meðal Windows XP, Windows Vista, OSX og fjöldann allan Linux distro's :)

Siggi (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 17:46

14 identicon

Siggi minn, hvað meimarðu menn eins og þig. Getur þú ekki tekið þátt í umræðu um hlutina án þess að fara í svona vörn.


Ég var bara með vangaveltur um að Microsoft á ekki alltaf skilið skítkastið sem þeir fá.
Þú þekkir greinilega ekki sögu tölvunar nægilega vel.
Ég veit heldur ekki betur til þess að ég hafi nefnt að ég nota linux alveg jafnhliða Mirosoft þannig þú getur ekki ásakað mig um trúarbrögð.


Ég veit að það er hægt að keyra Windows núna á nýjustu Apple vélunum en mér fynnst þær bara of dýrar. En samt bara alveg ágætar fyrir utan það. Ef þú villt borga fyrir lúkkið.
Ég nota ekki OS X vegna þess ég get bara keyrt það á vélbúnaði frá einum frammleiðanda.

Björn Þór (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 10:46

15 Smámynd: Skafti Elíasson

að sjálfsögðu eru allir þessir risar gráðugir það er engin spurning,  það pirrar mig þessi forræðishyggja í i-crapinu mér finnst þetta niðurnjörfað og fastreimt á einhvern ákveðinn máta.  Þó að Mircrosoft sé með forræðishyggju líka þá finnst mér bera meira á henni í Mac.  Ég er ekkert að segja að PC vélar séu einhvað betri en Mac.... þær eru bara ódýrari að sjálfsögðu því það eru framleiðendur um allan heim að keppast við að gera þær sem ódýrastar og bestar.  Mér finnst Mac einbeita sér svolítið að lookinu, mér skilst líka að Macinn sé betri fyrir grafíska hönnuði, hvers vegna veit ég ekki.

kveðja.

Skafti Elíasson, 27.2.2008 kl. 11:06

16 Smámynd: Skafti Elíasson

Nú sýnist mér þú vera á heimavelli þegar við ræðum mac en ég hef aldrei átt mac og mun líklega aldrei eignast slíka vél,  ég hef samt kíkt á verð á mac þó að það sé orðið þó nokkuð síðan en veit ekki hvernig þú færð út að það séu svipuð verð í gangi,  hvað kallar þú annars forræðishyggju að selja síma sem þeir framleiða með þeim skilyrðum að þér séu bundnir við áhveðið símafyrirtæki ?.  Þó að raftækjasölur séu að selja síma með áskrift þá geturðu þó alltaf snúið þér að næstu raftækjasölu með samskonar síma og ekki með skilyrðum... Jón Grétar eru allir bjánarnir með smartass comentin með pc tölvu kannski ?

Skafti Elíasson, 27.2.2008 kl. 13:30

17 Smámynd: Skafti Elíasson

Ég var nú reyndar ekki með ferðavél í huga þegar ég var að tala um verðin.  Forræðishyggja á vel um það þegar fyrirtæki ráðskast með það hvernig kúnnar notast við vörur þeirra.  I-crap er vísan í það þegar fyrirtæki eins og apple ætlast til þess að fá einkaleyfi á klípi svo ég nefni dæmi.

bestu kveðjur.

Skafti Elíasson, 27.2.2008 kl. 16:24

18 Smámynd: Skafti Elíasson

ps. auðvitað er ég að reyna að vera sniðugur, er einvhað að því ?

Skafti Elíasson, 27.2.2008 kl. 16:25

19 identicon

Þetta er alveg hárrétt hjá Jóni Grétari, menn virðast alveg gleyma því þegar þeir bera saman verð á Apple og öðrum tölvuð, að bera þær þá við sambærileg merki eins og IBM, Dell og HP svo eitthvað sé nefnt. Gengur ekki að bera Apple saman við Low End brand frekar en að bera saman verð á Porsche eða Hyundai... :)

Siggi (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 17:38

20 Smámynd: Skafti Elíasson

Þið eru meiriháttar.....

Skafti Elíasson, 27.2.2008 kl. 21:48

21 identicon

Það er hægt að bera sama Porche og Hyundai ef þeir skila sama performance og endingu.
En það samt flestir framleiðendur með lowend og highend búnað.

Ekki er hægt að bera Microsoft og Apple samt alveg saman. Apple er t.d. ekki með viðskiptahugbúnað sem er einn stæðsti hluti af tekjum Microsoft.

Mér fynnst nú makka notendur alltaf vera eitthverja minnimáttar kennd gagnvart "pc" notendum. Samanber flestar auglýsingar frá Apple.

var "pc" ekki alltaf flokkað sem vélar með intel. Þannig makki er tæknilega séð orðinn "pc" vél
þannig þessi umræða um Apple vélar á móti öðrum er í raun umræða um OS X stýrikerfið.

Það sem greinin var upphaflega að ræða voru ekki pc vélarnar frá Apple heldur aukatækin eins og ipod og iphone o.s.fr. (sem öll reyna að takmarka hvernig þú notar tækið)

Björn Þór (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 21:52

22 identicon

Byrja að segja..ég er hvorki Microsoft eða Mac maður..... bæði alveg æði

En eitt hef ég aldrei skilið.. Það verður allt brjálað út í Microsoft ef þeir vilja hafa einhver forrit með Windows.. t.d. Internet Explorer, Media Player, Movie Maker, o.s.frv.

En Apple auglýsir á fullu að allt sé með þeirra tölvum... allt þetta sem ég taldi upp að ofan og miiiiklu meira... og engin hvartar undan því... það er bara "cool" að láta allt fylgja með.... en bannað hjá Microsoft... bjánagangur.

Ég sjálfur nota aðalega Windows, en nota nánast engin af "innbyggðu" forritunum sem koma með...  

Sveinn Kári (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 22:45

23 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Gleymi aldrey því sem tölvugúrúinn bróðir minn sagði fyrir nokkrum árum

"Þú skalt aldrey kaupa apple tölvur því það er bara bilun, kanski ekki hjá þér bara í tölvunni. Enda ganga þær manna á milli undir nafninu Mackintrash".

Með þetta að leiðarljósi þá hef ég eingöngu notast við tölvur en ekki mackintrash.

Stýribúnaður , hugbúnaður, vélbúnaður, eða hvað þetta kallast allt saman er jafn misjafnt og það er mikið til af þessu. Allt hefur sína kosti og galla og hefur til dæmis Windowsinn aldrey hrunið hjá mér og er ég mikið að notast við tölvuna.

Varðandi snertiskjá og svoleiðis dót þá hef ég ekki enn fundið notendavænt viðmót í þeim.

Ólafur Björn Ólafsson, 29.2.2008 kl. 00:47

24 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég hef verið að nota "Macintrash" í fjögur ár. Byrjaði á að kaupa notaðan PowerMac frá 2002 því það er óþarflega mikið mál að klippa kvikmyndir á PC. Þessi PowerMac er enn að, orðinn sex ára. Ég keypti PowerBook ferðatölvu fyrir þremur árum. Ég er að pikka þetta á hana. Svo er ég með iMac frá 2006 því PowerMakkinn var of hægur til að ráða við HD mynd. Ég hef enn ekki lent í bilanaveseni. Ég hef ekki  þurft að setja upp stýrikerfið á ferðatölvunni síðan ég keypti hana, eitthvað sem ég þurfti að gera reglulega meðan ég var að vinna á Windows. Mér finnst (og legg áherslu á að þetta sé mitt álit en ekki heilagur sannleikur) OSX mikið skemmtilegra, þægilegra og rökréttara í notkun en Windows og Linux.

En það er auðvitað ekki mikið mark takandi á einhverju fanboy bulli. Ég get ekki skilið hvernig hægt er að vera aðdáandi fyrirtækis. Þau hafa það öll að markmiði að græða pening, sem þýðir að þau vilja plokka notendur eins mikið og hægt er. Það eina sem virkar er að prófa allt og finna það sem virkar best fyrir mann sjálfan og nota það.

Að lokum, MacBook Pro var valin besta ferðatölvan fyrir Windows á síðasta ári af Computerworld (minnir mig).

En svo maður komi sér að efninu. Apple verður að verja sínar uppfinningar með kjafti og klóm, því Microsoft (og aðrir) hafa sannað að þeir hika ekki við að "lána" tæknina. 

Villi Asgeirsson, 29.2.2008 kl. 08:58

25 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það er alveg á hreinu að það þarf að passa uppá hluti í tækniheiminum þar sem óprúttnir taka til handagagns allt sem þeir geta án greiðslu.

Ég er á því að ef "macintrash" er orðið svona gott að ekki bili í sex ár þá er það vel.

Þróun á tölvum og búnaði þeim tengdur ætti að fara að endast eitthvað lengur en tvö ár án bilana.

Tek fram að tölvurnar mínar eru að ná sirka þremur árum áður en harði diskurinn kvartar, það er að segja gömlu litlu diskarnir 20g eða minna 40g diskurinn er enn að eftir að verða 4 ár.

Windowsinn ekki enn hruninn.

Ólafur Björn Ólafsson, 29.2.2008 kl. 10:26

26 Smámynd: Skafti Elíasson

Windowsinn hrynur ekki meðan maður lætur hann í friði en ég tel að stæðsta tölvuvandamál fólks er það að krakkarnir á heimilinu eru að ná í allskonar rusl sem kemur með spyware trojan og allskonar vírus ógeði,  einnig eru krakkarnir að troða leikjum í tölvur sem ekki eru hugsaðar sem leikjatölvur.  Þetta er stæðstu bilanar ástæðurnar sem fólk er að glíma við.  Lausnin felst í því að banna börnum að nota tölvurnar til leikja og niðurhals, eða kaupa sér tölvur handa krökkunum kannski x-box.  Varðandi Mac þá er ég nokkuð viss um að það er annarskonar fólk sem notar þær og það eru þá fleiri tilfelli að yngra fólk kannski oft barnlaust á Mac í mörgum tilfellum grafískir hönnuðir og fólk sem er að kaupa tölvuna í ákveðnum tilgangi.  Ég vil taka fram að þetta er aðeins tilfinning sem ég hef gagnvart þessu ég hef ekkert meira fyrir mér í þessu.

Skafti Elíasson, 3.3.2008 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skafti Elíasson

Höfundur

Skafti Elíasson
Skafti Elíasson
34 ára ísfirðingur
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • gaza carrtoons9
  • ...ons9_768375
  • gaza carrtoons9
  • skútumyndir 007
  • Expressions 10

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 1178

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband